fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

„Fólk hefur tekið líf sitt út af svona. Fólk hefur misst vinnu. Fólk hefur misst maka“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Sara Bergsdóttir, þerapisti, segir að vanda þurfi umræðuna um kynferðisbrot betur. Dæmi séu um að fólk sem útskúfað hafi verið úr samfélaginu vegna umræðunnar hafi hreinlega svipt sig lífi. Hún ræddi málin í fréttatíma Stöðvar 2 og Bylgjunnar í kvöld.

 

https://www.visir.is/g/20212183010d/mikilvaegt-ad-beita-ekki-ofbeldi-ut-af-odru-ofbeldi?fbclid=IwAR34l-Oulzyo52ffBQ4SUr-zqBwv_3Ve9lrQUtpu25IEXh80PrUaEVA7etQ

Sigurbjörg segist hafa fengið til sín í meðferð bæði gerendur, þolendur sem og fólk sem hefur verið tekið fyrir á Internetinu. Staðan sé í dag orðin sú að fólk sé farið að veigra sér við að taka þátt í opinberri umræðu.

„Það er ekki eðlilegt, aldrei, að fólk sé hrætt við að tala. Og fólk hrætt við að segja eitthvað því þá „ kemur þá gusan á mig“ skilur þú? Ég heyrir það bara. Þetta er alveg erfitt hvernig umræðan er því hún er svolítið hömlulaus og það er ekki heldur það sem við viljum. Fólk er svolítið að kalla eftir meira jafnvægi inn í umræðuna og einhverskonar ramma. Að við getum ekki bara vaðið áfram og gert bara eitthvað.“ 

Sigurbjörg segir að umræðan og útskúfunin geti haft afdrifarík áhrif á líf fólks.

„Fólk hefur tekið líf sitt út af svona. Fólk hefur misst vinnu. Fólk hefur misst maka. Alls konar og er kannski í margra ára baráttu við kerfið og svo kannski kemur það í ljós að það var saklaust allan tímann. Það er allavega mikilvægt að það komi fram að við verðum að vanda okkur, vanda okkur að taka allan hringinn, ekki bara bút úr honum. Við verðum að skoða hlutina í réttu samhengi og ekki gefa okkur alltaf að hlutirnir séu bara eins og er sagt. Það eru alltaf fleiri hliðar og það er bara ákveðin viska að nálgast hluti þannig.“

Í fréttatímanum var farið yfir að refsirammi fyrir brotið nauðgun í almennum hegningarlögum sé allt að 16 ára fangelsisvist, eða sama hámark og gildir hvað varðar manndráp. Refsiramminn hafi þó aldrei verið nýttur til fulls, en flestar refsingar í nauðgunarmálum eru dæmdar nær neðri mörkum refsirammans.

Sigurbjörg segir að það þurfi að skilgreinda hvernig við viljum vera sem samfélag. Ekki séu allir sem brjóti af sér vondir inn að beini og skýra þarf hvort að ofbeldismenn eigi að eiga afturkvæmt í samfélaginu.

„Hvernig samfélag viljum við vera? Ég veit það alveg að það er fullt af góðu fólki sem hefur gert ljóta hluti. Það er fullt af fólki sem hefur kannski orðið fyrir ofbeldi og fer svo að beita aðra ofbeldi en þetta er ekki vont fólk. En hvað eigum við að gera við það fólk? Eigum við að finna bara einhverja eyju og henda öllum þangað sem hafa gert eitthvað og þeir eiga ekki afturkvæmt? Það er einn valmöguleiki, en viljum við það? Eða viljum við að fólk kannski fái hjálp og fái samt bara að vera til eða á bara að aflífa það alveg?“ 

Ráðast á réttu aðilana

Fyrr í dag birti Vísir umfjöllun þar sem farið var yfir mál Margrétar Gauja Magnúsardóttur. En hún er þolandi kynferðisofbeldi og verið virk í metoo-hreyfingunni. Hún birti á dögunum tíst þar sem hún fór fögrum orðum um kvikmyndina Leynilöggan og uppskar hörð viðbrögð. Þar sagði hún meðal annars.

„Mér finnst við vera að taka okkur of mikið vald með að úthýsa gerendum. Ég hef ekki þekkingu, tíma eða reynslu til þess að lesa dómgögn og vega og meta hvort viðkomandi hafi verið saklaus eða ekki. Við þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana, við þurfum að fara að krefjast úrbóta í réttarkerfinu í stað þess að vera í þessari umræðu.“

Eins var rætt við meðlimi úr baráttusamtökunum Öfgum. Þær sögðust ekki hafa orðið varar við að fólk væri farið að veigra sér við að taka þátt í umræðunni heldur frekar að fleiri væru í dag farnir að trúa þolendum og það sé jákvætt hvað umræðan sé orðin hávær.

„Réttarkerfið virkar ekki eins og staðan er í dag og þolendur eru að finna nýjar leiðir til þess að láta rödd sína heyrast og skila skömminni. Þetta er leiðin sem við kunnum núna þangað til að eitthvað breytist.”

Hér má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“