fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Fjölmiðlastríð í uppsiglingu? – Mannlíf og 24.is í hár saman – „Ámælisverður fréttaflutningur“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem að fjölmiðlastríð sé í uppsiglingu hér á landi en undanfarna daga hafa skotin gengið á milli miðlanna Mannlífs og 24.is – Þínar fréttir.

Fjölmiðilinn 24.is – Þínar fréttir hóf göngu sína um miðjan október. Í stuttu viðtali við DV henti ritstjóri miðilsins, Kristjón Kormákur Guðjónsson, gaman að slúðurpistli sem Reynir Traustason, ritstjóri og annar eigandi Mannlífs, skrifaði nokkru áður þar sem hann ýjaði því að Kristjón hefði reynt að kaupa DV með stuðningi auðmannsins Róberts Wessman og að lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson hefði gert tilboð fyrir hönd leynihópsins. Ekki reyndist fótur fyrir þeirri ágætu sögu.

Kristjón Kormákur tók að sér tímabundið starf fyrir Mannlíf fyrr á árinu. Hann ákvað að framlengja ekki dvöl sína þar, þar sem honum hugnaðist ekki ritstjórnarstefna Reynis og ritstjórnar Mannlífs að búa til æsifréttir úr minningargreinum óþekktra Íslendinga. Kristjón réð sig þá til Wikileaks og starfaði að tímabundu verkefni fyrir Kristinn Hrafnsson um nokkurra mánaða skeið.

Frá því að fjölmiðillinn 24.is fór í loftið hefur Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs skrifað tvo orðróma um Kristjón Kormák og samstarfsfélaga hans. Þá fjallaði miðillinn um annan starfsmann 24.is með neikvæðum hætti.

Segja má að slagurinn hafi hafist fyrir alvöru þegar 24.is birtu frétt á föstudag undir fyrirsögninni: „Frétt Mannlífs gerði sorg Brynju að martröð – Bar son sinn til grafar sama dag: „Traðkað á mínum tilfinningum.“

Getur ekki heyrt talað um Mannlíf

Fréttin fjallaði fjölskyldu Atla Þórs Ólafssonar, sem lést í september, en Mannlíf gerði upp úr minningargrein sem birtist um Atla í Morgunblaðinu og birti sama dag og Atli var borinn til grafar, og hvað áhrif það hafði á fjölskylduna að harmi þeirra væri slegið upp í fyrirsögn á fjölmiðli að þeim forspurðum.

Þar var rakið að fjölskyldan bað Mannlíf að taka fréttina úr birtingu en sú umleitan bar ekki árangur. Eins reyndu þau að leita til siðanefndar Blaðamannafélagsins en þar var niðurstaðan að ekki væri um brot að ræða.  Haft er eftir annari systur Atla að enn í dag, ári eftir fráfall hans, sé fréttaflutningur Mannlífs að hafa áhrif á fjölskylduna.

„Ég hef skrifað minningargreinar sem mína leið til að takast á við sorg. Nokkrum mánuðum seinna lést vinkona mín, ég gat ekki hugsað mér að skrifa minningargrein því ég treysti ekki lengur. Ég get ekki heyrt einhvern tala um Mannlíf án þess að reiðin rjúki upp,“ sagði Hrefna, systir Atla. Hún hvetur í viðtalinu fólk til að leita til siðanefndar ef Mannlíf geri fréttir úr minningargreinum ástvina þeirra.

„Þetta er því falsfrétt.“

Þegar frétt 24.is var birt var því haldið fram að Trausti Hafsteinsson, annar eigenda Mannlífs sem og fréttastjóri miðilsins, væri ekki lengur eigandi og ætlaði að hverfa frá rekstrinum upp úr áramótum.

Mannlíf birti þá í gær yfirlýsingu þar sem því er vísað á bug að Trausti sé að hverfa frá. Í yfirlýsingunni, sem var birt ásamt mynd af ritstjóra 24.is – Kristjóni Kormáki Guðjónssyni, má finna harða gagnrýni á vinnubrögð 24.is. En yfirlýsingin ber titilinn – Falsfrétt frá Kristjóni Kormáki.

„Þetta er ámælisverður fréttaflutningur og lýsandi fyrir óvandvirkni þeirra sem starfa á 24.is. Trausti Hafsteinsson, sem reyndar er sagður Hafliðason á einum stað í fréttinni, er eigandi að Sólartúni sem fyrr. Trausti hefur verið lykilmaður í rekstrinum frá upphafi. Engin áform eru um breytingar þar á og fréttaflutningur 24.is byggður á lygi. Auðvelt hefði verið fyrir Kristjón Kormák Guðjónsson ritstjóra eða blaðamenn hans, Tómas Valgeirsson og Arnór Stein Ívarsson að sannreyna það með því að fletta fyrirtækinu upp. Þetta er því falsfrétt.“

Var umfjöllun 24.is kölluð heilaspuni og að baki henni væri ámælisverð blaðamennska og óljóst hvað vaki fyrir mönnum með slíkum skrifum.

Þær hafa því gengið á milli undanfarna daga ásakanirnar um ámælisverðan fréttaflutning og verður fróðlegt að sjá hvort stríðsöxin verður grafin í framhaldinu eða hvort að hafið sé fjölmiðlastríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“