fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Tveir menn fengu stungusár í átökum í Garðabæ – Mikill erill hjá lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. nóvember 2021 07:44

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill erill var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt. Var mikið um hávaðakvartanir og náði lögregla ekki að sinna þeim öllum vegna anna.

Frá þessu greinir í dagbók lögreglu en í færslum fyrir kvöldið og nóttina ber töluvert á ofbeldismálum.

Rán var framið í verslun í hverfi 105 í Reykjavík og náði maðurinn að hafa á brott með sér peninga er hann hljóp úr úr versluninni. Málið er í rannsókn.

Slagsmál brutust út á milli manna í Garðabæ sem enduðu með því að tveir mennirnir hlutu stungusár. Voru tveir handteknir vegna málsins og vistaðir í fangaklefa. Mennirnir sem hlutu stungusár voru fluttir á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Þeir eru ekki lífshættulega slasaðir. Málið er í rannsókn.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Kópavogi vegna eignaspjalla. Þegar lögregla var að flytja manninn í fangaklefa réðst hann á lögreglumann og skallaði hann í andlitið ásamt því að hóta lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Maður var handteknin í Grafarvogi eftir að hafa ráðist á mann og rotað hann. Þegar lögregla var að ræða við manninn réðst hann á lögreglumann og kýldi hann í andlitið. Var maðurinn vistaður í fangaklefa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“