fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Sigmundur spyr hvort tímabært sé að skerða frelsi óbólusettra – „Þeir eru klafi á kerfinu. Þeir halda því í herkví“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. nóvember 2021 12:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í leiðara blaðsins í dag, að þeir sem vilja ekki láta bólusetja sig fyrir Covid-19 haldi heilbrigðiskerfinu í  herkví.

Hann bendir á að í fjölmörgum öðrum löndum hafi réttindi óbólusettra verið skert og tiltekur eftirfarandi dæmi:

„Í Singapúr ganga yfirvöld einna lengst, en þar mæta óbólusettir afgangi í heilbrigðisþjónustu og rætt er af alvöru um að þeir fái ekki inngönguá spítala á meðan spítalarnir í landinu glíma við álagið af völdum farsóttarinnar.

Í Póllandi er starfsmönnum fyrirtækja og stofnana gert að fara í bólusetningu, hvort sem þeim líkar betur eða ver, ella er þeim sagt upp störfum – og vinnurétturinn er ekki sagður meiri en svo að bætur verði engar fyrir brottvísunina.

Í Saxlandi, tíunda stærsta sambandsríki Þýskalands, hefur samfélaginu verið skipt upp í tvo misréttháa hópa, þá bólusettu og óbólusettu, en kerfið er kallað 2G; þeir einir fá að fara inn á kvikmyndahús, tónleika, leikhús, veitingahús og bari sem eru geimpft og genesen, það er, bólusettir eða læknaðir. Hinir geta lifað í frelsi sínu,
utan við annað fólk.

Enn sem komið er mega óbólusettir nota almenningssamgöngur í Saxlandi, en allsendis óvíst er að svo verði lengi. Í þá veru er einmitt umræðan í Berlín, höfuðborg Þýskalands, en ef smittölur hækka er líklegt talið að borgarstjórinn banni óbólusettum að nota lestarkerfi borgarinnar, strætisvagna og leigubíla.“

Sigmundur segir að Íslendingar verði að fara að spyrja sig þeirra spurninga sem hefur verið svarað í umræddum löndum, þ.e. hvort fullt frelsi óbólusettra sé verjanlegt á tímum almennra takmarkana sem fullbólusettir þurfi að láta yfir sig ganga. Hann segir:

„Víða í löndunum í kringum okkur liggur svarið við þessari spurningu fyrir. Og það er bæði einart og afdráttarlaust. Nei. Hreint og klárt nei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum