Gular veðurviðvaranir gilda fyrir meginhluta landsins frá hádegi og fram á kvöld. Á höfuðborgarsvæðinu verður vindhraðinn 15-23 m/sek og rigning. Er fólk hvatt til að hug að lausum munum.
Á Suðurlandi kemur slæma veðrið aðeins fyrr og verður 18-23 m/sek frá 11 í dag til 20 í kvöld. Snarpar vindhviður verða við fjöll og er veðrið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Stormurinn gengur síðar yfir eftir því sem norðar dregur og á Norðurlandi eystra gengur í suðaustan 18-23 m/sek um kl. 15 í dag og stendur fram til 1 í nótt.