Edda Falak hefur komið af stað afar líflegri og áhugverðri umræðu um veikindadaga með eftirfarandi tísti á Twitter:
„án djóks, notaðu veikindadagana þína. Það er minnsta skömm í heimi og andleg bugun er valid ástæða. Bara: ég kemst ekki í dag, ég er þreytt.“
Reglur um veikindadaga eru mismunandi eftir því hvort fólk starfar á almennum vinnumarkaði eða hjá opinberum aðilum. Lágmarksveikindaréttur er sá að fyrir hvern unninn mánuð getur starfsmaður átt rétt á launum í tvo daga í veikindaforföllum. Sjá nánar um veikindarétt á island.is
Píparinn og sjálfstæðismaðurinn Egill Trausti er mjög ósammála Eddu og segir:
„Mmm bara alls ekki sammála… að vera þreyttur eg ekki afsökun að mæta ekki í vinnu… aumingjavæðing er mín skoðun“
Edda bendir honum á að það sé ekki aumingjaskapur að vera andlega og líkamlega þreyttur og það sé ekki aumingjaskapur að hlúa að sjálfum sér. Egill gefur lítið fyrir það og segir:
„Ég segi nú bara greyið hann sem er með ykkur í vinnu… 2 vinnudagar í mánuði þar sem þið eruð gagnslaus heima hja ykkur. Væri ekki til að hafa svona fólk í vinnu.“
Vart verður við þann misskilning hjá sumum sem taka þátt í umræðunni að þessi leið Eddu geti valdið því að fólk eigi engan veikindarétt ef það verður alvarlega veikt því það sé búið að eyða veikindadögunum sem annars hefðu safnast upp. Þetta er ekki rétt því annað gildir um alvarleg veikindi, eða eins og segir á island.is:
„Starfsmaður sem verður óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss á rétt á launum frá vinnuveitanda sínum í tiltekinn tíma. Lög og kjarasamningar kveða á um útfærslu veikindaréttar; fjölda veikindadaga, skilyrði fyrir launuðu veikindaleyfi og fleira.
Starfsmaður þarf ávallt að tilkynna um veikindi sín við fyrsta tækifæri og framvísa læknisvottorði fari atvinnurekandi fram á það.
Ef starfsmaður er frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss, lengur en réttur hans til launa nær, getur hann sótt um dagpeninga úr sjúkrasjóði síns stéttarfélags.
Þeir sem ekki hafa launatekjur í veikindum geta átt rétt á sjúkradagpeningum frá Sjúkratryggingum Íslands.“
Meðal þeirra sem taka undir með Eddu er Ásta Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sem segir:
„Ég kemst ekki í dag. Ætla að taka út veikindadag.“ Er alveg nóg.
Sigrún bendir á að að ekki þurfi að nefna ástæðu fjarvistar heldur nægi að hringja og tilkynna veikindi: „Yfirmenn mega ekki spyrja um veikindi. Frekar vil ég að fólk sé heima einn dag og komi hressara næsta dag.“
Bjónsi nokkur tekur hins vegar í sama streng og Egill pípari og er ekki að skafa utan af því:
„Værir ekki lengi í vinnu hjá mér með svona aumingjaskap. Ef þú ert þreytt, farðu þá fyrr að sofa, hreyfðu þig, gerðu allt annað en að láta vinnuveitandan þinn borga fyrir vælið þitt, það er svo siðlaust!“
Hér hefur aðeins verið nefnt brot af umræðunni sem lesa má með því að smella á tengilinn fyrir neðan.
án djóks, notaðu veikindadagana þína. Það er minnsta skömm í heimi og andleg bugun er valid ástæða. Bara: ég kemst ekki í dag, ég er þreytt.
— Edda Falak (@eddafalak) November 12, 2021