Bónussvínið var aldrei fullkomið. Lengi vel hafa Íslendingar rökrætt um hönnunin á þessu þekktasta vörumerki landsins. Hvers vegna raufin snéri öfugt á svíninu, hvers vegna augun vísuðu í sitt hvora áttina og hvers vegna annað augað var þykkara en hitt. En þrátt fyrir gallana hefur svínið hefur fest sig í sessi sem eitt þekktasta merki landsins og hafa fjölmargir Íslendingar dálæti á ófullkomnun þess.
Þetta dálæti kom skýrt fram í gær þegar Bónus tilkynnti allt í einu að gamla ófullkomna svínið væri úr sögunni. Eins og þruma úr heiðskíru lofti birtist nýtt Bónussvín, svínið er ekki lengur með rauf sem snýr öfugt, augun vísa í sömu áttina og augun eru jafn þykk. Ófullkomnunin var horfin á brott og nýtt fullkomnara, sætara og enn bleikara svín komið í staðinn.
Og fjandinn varð laus.
Um leið og nýja svínið steig sín fyrstu skref á alnetinu fóru Íslendingar á samfélagsmiðlinum Twitter að missa vitið. „Hvar er gamla svínið?“ spurðu netverjar í kór, hræddir um að það væri nú þegar komið í sláturhúsið og komið í kótilettur í verslunum nýja svínsins.
Ekki eru þó allir ósáttir því nokkuð af fólki hefur lýst yfir aðdáun á breytingunni. „Mér er alveg sama hvað ykkur aumingjunum finnst, nýji Bónus grísinn er sætasti grísinn og ég elska hann,“ segir til dæmis einn aðdáandi nýja svínsins í færslu á Twitter sem fékk þó minni viðbrögð en þær færslur sem úthúða nýja svíninu.
Ljóst er að Íslendingar hafa miklar skoðanir á breytingunni en þær skoðanir eru skiptar. Breytingar á rótgrónum merkjum eins og Bónussvíninu vekja alltaf upp mikil viðbrögð, að minnsta kosti í smá stund þar næsta „vandamál“ kemur í ljós.
En það er engin ástæða til þess að bíða eftir næsta „vandamáli“ þegar við erum með eitt fyrir framan okkur, nýja Bónussvínið. Því hefur DV tekið saman allt það helsta sem Íslendingar hafa haft að segja um nýja svínið á samfélagsmiðlinum Twitter.
Hvaða sick joke er þetta? Þú tekur ekki eitt mest iconic svín allra tíma og fokkar í því? Hvar er lata augað? Hvaða persónuleikalausi impostor er þetta? Þetta er milljón sinnum meira offensive en swole Klói. pic.twitter.com/ne8Uvw5qOx
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 11, 2021
— ⚔ e-bet 🌶️ (@jtebasile) November 12, 2021
Thanks I hate it. Er á mörkunum að kalla eftir boycotti á Bónus þangað til við fáum gamla svínið aftur. pic.twitter.com/bIYfgq8K5m
— Arnaldur Sigurðarson (@Arnaldtor) November 12, 2021
nú er ég hættur að versla við bónus, versla frekar við krónuna. mun sakna gamla svínið pic.twitter.com/hgZ6o7x8WY
— heimirً (@heimiringi) November 11, 2021
Ég vil bónus svínið á skjaldarmerkið.
— BJ☹️RK (@einakrona) November 12, 2021
bónus svínið væri talsvert betra ef það væri með fuggin huge brjóst
— réttdræpur bastarður (@meganettur) November 12, 2021
Nýi Bónusgrísinn hugsar betur um sig.
— Heiddi (@heidarkness) November 12, 2021
Skil ekki alveg afhverju fólk er að kvarta yfir nýja bónus svíninu. pic.twitter.com/xjpOsUTW90
— Bjórslef Grenjamín (@bjorslef) November 12, 2021
Ef háværasti minnihlutahópur landsins (við) getur ekki fengið Haga til að bakka með þessa breytingu þá getum við kysst allar samfélagsumbætur bless strax https://t.co/o04YQpOn0i
— Stígur Helgason (@Stigurh) November 12, 2021
Betra: vinstri afturlöpp, peningarauf, nef
Verra: munnsvipur, augu, litur
Allt undir „betra“ var samt mjög problematic áður, þannig að ég ætla að vera með þessu í liði.
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) November 11, 2021
Jájá, sama hér. Ég verð búinn að gleyma þessu á morgun. Ég á btw. hjólatreyju með gamla Bónus merkinu. Hún verður bara vintage og ennþá flottari nú þegar gamli grísinn heyrir sögunni til.
— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) November 12, 2021
Bónus grísinn fór í meðferð, tók MBA próf og á þrjár milljónir í crypto pic.twitter.com/djMy7q1Hr4
— Björn Leó (@Bjornleo) November 11, 2021
bónus logoið 2023 pic.twitter.com/iElUP7DJxJ
— Ari Páll (@aripkar) November 12, 2021
NÚ LÍTUR ÞETTA BARA ÚT EINS OG LENGSTA RASSASKORA Í HEIMI pic.twitter.com/tQiCBKEu4A
— Mýravæskill (@skolledla) November 12, 2021
Gott að sjá að Bónus í Færeyjum er enn að reppa O.G. Bónusgrísinn. pic.twitter.com/UAU0lUjzeD
— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) November 11, 2021
Bónus derran mín og sundpokinn voru að hækka í virði 😈
— Margrét? (@MargretAdalh) November 11, 2021
þessi grís SKAL vera rangeygður 😤
— Ari Páll (@aripkar) November 12, 2021
Markaðsstjóri Bónus veit hvað hann er að gera
— Edda Falak (@eddafalak) November 11, 2021
Ekki minn Bónusgrís
— Gústi (@gustichef) November 11, 2021
Langar að kaupa NFT af nýja Bónusgrísnum sendið dm https://t.co/uTdmwwosdg
— Hjörvarpið (@hjorvarp) November 11, 2021
Ég veit ekki alveg með þessa uppfærslu á Bónus lógóinu. pic.twitter.com/yaheowomQp
— Trausti Ármúli (@Traustisig) November 11, 2021
Mér er alveg sama hvað ykkur aumingjunum finnst nýi Bónus grísinn er sætasti grísinn og ég elska hann pic.twitter.com/mWtpYXch7L
— Guðný Ljósbrá (@gudnyljosbra) November 11, 2021
Er ekki í lagi með fólk eða? Skilja íslendingar gjörsamlega ekkert? Af hverju fær *ekkert* að vera í friði á þessu landi? Hver er tilgangurinn/markmiðið? Taka núansinn, söguna og húmorinn burt, svo bara tóm, generísk skel sitji eftir? pic.twitter.com/xQ87bbNWcK
— Ꙭ (@siggioddss) November 11, 2021
„Og dýrið var handtekið og ásamt því falsspámaðurinn sem hafði látið dýrið gera táknin. Með þeim hafði hann leitt þá afvega sem höfðu fengið merki dýrsins og tilbeðið líkneski þess. Þeim báðum var kastað lifandi í eldsdíkið sem logar af brennisteini.“
-Opinberun Jóhannesar, 19:20 pic.twitter.com/DtJh8YLak9— Hallvarður Jón 2000 (@hallzach) November 12, 2021
Þetta er ég í dag pic.twitter.com/jx6jbWaQ45
— gummih (@gummih) November 12, 2021