Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar greiddi ráðgjafafyrirtækinu KVAN 450 þúsund krónur vegna þjónustu við leikskólann Rauðhól fyrr á þessu ári en ekki tæpar 2,7 milljónir. Röng upphæð var birt í bókhaldsskýrslu til innkauparáðs borgarinnar frá skóla- og frístundasviði vegna galla.
DV nýtti fundargerð ráðsins þar sem skýrslan var birt sem heimild við vinnslu á frétt sem var birt í gær. Fjármálastjóri borgarinnar hafði samband við DV í dag til að greina frá þessum galla og koma réttum upplýsingum á framfæri.
Hér fylgir bréf fjármálastjóra vegna fréttarinnar:
Góðan dag
Leikskólinn Rauðhóll keypti námskeið af Kvan sem kostaði 450.000 á fyrri hluta ársins– en ekki 2.650.000.
Reikningur að upphæð 2.650.000 v. þjónustu við 2 leikskóla var bakfærður og nýr reikningur v. Rauðhóls 450.000kr. var færður til gjalda á leikskólann.
Galli í bókhaldsskýrslu um innkaup yfir 1.000.000 greip hins vegar ekki bakfærsluna.
Óska ég eftir að birt verði leiðrétting þar sem fram kemur að viðskipti Rauðhóls við KVAN námu 450.000.-
Hér er síðan upphaflega fréttin, með breytingum: