fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ólafur ákærður fyrir innflutning á læknadópi frá Alicante – Misnotkun lyfsins getur verið stórhættuleg

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært Ólaf Pétur Pétursson fyrir innflutning á 714 töflum af ávana- og fíknilyfinu Suboxone. Í ákæru sem birtist í Lögbirtingablaðinu fyrr í dag kemur fram að Ólafur Pétur á að hafa flutt töflurnar til landins með flugi frá Alicante þann 22. nóvember 2019.  Í ákærunni kemur fram að Ólafur Pétur sé búsettur á Spáni og því hafi ekki tekist að birta honum ákæruna. Þar af leiðandi er hún birt á opinberum vettvangi.

Lyfið Suboxone er aðallega notað til þess að meðhöndla sjúklinga sem eru í viðhaldsmeðferð við heróín- og morfínfíkn og er því ætlað að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Mörg dæmi eru um að lyfið sé misnotað og getur það haft alvarlegar afleiðingar.

Þannig greindi RÚV frá því árið 2016 að á þriggja ára tímabili hefði mátt rekja sjö dauðsföll til misnotkunar á lyfinu. Það ár komu síðan upp 50 tilvik á Litla-Hrauni þar sem að lyfið var misnotað.

Ólafur Pétur hefur lengi glímt við fíkniefnadjöfulinn. Í viðtali við Fréttablaðið árið 2004, undir liðnum Fíkillinn, ræddi hann neyslusögu sína sem ekki hafði verið neinn dans á rósum. Frá fyrstu kynnum af vímuefnum hafi leiðin legið niður á við.

„Ég er alæta á öll fíkniefni en síðustu tvö árin hef ég verið að neyta contalgín, örvandi og róandi lyfja,“ sagði Ólafur Pétur sem þá var 25 ára gamall. Þar kemur fram að hann hafi verið 13 ára gamall þegar hann byrjaði að drekka og 16 ára gamall hafi hann verið byrjaður að sprauta sig.

„Frá þrettán ára aldrei hef ég annaðhvort verið á spítala, hjá lögreglunni, í fangelsi eða á stofnunum. Dagarnir hafa snúist um að útvega fíkniefni,“ er haft eftir Ólafi Pétri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá