fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Glúmur telur systur sína standa að baki „rassastrokumálinu“ – „Ekki til að ná sér niður á honum, heldur móður minni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. nóvember 2021 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glúmur Baldvinsson, sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, telur að systir hans, Aldís Schram og móðursystir, Margrét Schram, hafi staðið fyrir því að Carmen Jóhannsdóttir kærði föður hans fyrir kynferðislega áreitni. Þetta kemur fram í viðtali við Glúm í Fréttablaðinu í dag.

Jón Baldvin var nýlega sýknaður af ákæru um að hafa kynferðislega áreitt Carmen í matarboði á Spáni árið 2018, en hann hefur sjálfur kallað málið „rassastrokumálið“ í greinaskrifum.

Glúmur segist viss um að faðir hans hafi verið hafður fyrir rangri sök og vísar hann bæði til kæru Carmenar sem og þeirra kvenna sem sakað hafa Jón Baldvin um kynferðisbrot í gegnum tíðina, en meðal annars stigu 23 konur fram í skjóli nafnleyndar í tengslum við hreyfinguna metoo árið 2019. Glúmur telur að ef eitthvað væri hæft í þessum ásökunum, þá hefði það ekki farið fram hjá honum og telur hann líklegt að systir hans, Aldís Schram sem og móðursystir, Margrét Schram, standi að baki „þessari aðför“.

„Ég þekki foreldra mína og veit sem varðhundur heimilisins frá byrjun að faðir minn er hafður fyrir rangri sök. Aldrei varð ég var við allan þann viðbjóð sem hann var sakaður um og trúðu mér: Hefði ég orðið var við slíkt sneri ég við honum baki. Ég var vakandi yfir öllu á mínu heimili, og kannski of mikið. Ég trúi því að systir mín og móðursystir standi í þessari aðför að föður mínum, ekki til að ná sér niður á honum, heldur móður minni. Þar spilar öfund stórt hlutverk. Sagan er djúp og löng og teygir sig langt aftur í tímann, en ég kæri mig ekki um að rekja hana hér.“

Glúmur segir að nú hafi Jón Baldvin verið sýknaður í eina dómsmálinu sem hafi verið höfðað gegn honum fyrir kynferðisbrot, en öðrum lögreglukærum hafi öllum verið vísað frá. Vonar hann að nú fái foreldrar hans að njóta ellinnar í friði.

„Ég á mér þá ósk heitasta að foreldrar mínir megi njóta ævikvöldsins í friði og gleði, eins og þau eiga skilið, enda hafa þau svo sannarlega gert sitt í þessu lífi. Þau hafa staðið sína plikt og unnið fyrir því að eiga fagurt ævikvöld. Ég vil sjá þau blómstra næstu áratugina og þá er ég glaður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá