176 manns greindust með Covid-19 hér innanlands í gær, 82 af þeim sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 91 af þeim sem greindust í gær eru fullbólusettir, 7 sem greindust hafa hafið bólusetningu en 70 eru enn óbólusettir.
Þetta er á meðal þess sem kemur fram á upplýsingavefnum Covid.is. Þar kemur einnig fram að 1.585 eru nú í einangrun vegna veirunnar og að 2.459 eru í sóttkví.
Í fyrradag greindust 200 manns með Covid-19, var það mesti fjöldi smita á einum degi síðan faraldurinn hófst. Smitum fer því fækkandi milli daga.
Nýgengi innanlandssmita er nú 469,3 en nýgengi á landamærunum er 27,5.