Aðdáendur tónlistarmannsins Andrea Bocelli þurfa enn á ný að bíta í súra eplið því allr horfur eru á því að tónleikunum verði frestað aftur. Í tilkynningu frá Senu kemur fram að tónleikunum verði „líklega“ frestað en halda átti tónleikana í maí árið 2020.
„Í ljósi tilkynninga stjórnvalda í dag lítur út fyrir að tónleikum Andrea Bocelli verði frestað enn og aftur. Ekki er hægt að sjá að miðað við þær hömlur sem voru kynntar sé gerlegt að halda tónleikana,“ segir í tilkynningunni,
Sjá einnig: Andrea Bocelli á leið til Íslands – Tónleikar í Kórnum 23. maí
„Þetta er mjög sorglegt fyrir allan viðburðageirann og um gríðarlegt tjón að ræða þar sem aðeins tvær vikur eru í tónleikana. Við erum í samtali við alla sem að tónleikunum koma og munum tilkynna niðurstöðu eins fljótt og hægt er. Á meðan viljum við þakka miðahöfum fyrir þolinmæði og skilninginn.“