fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Gagnrýnir meðferð kynferðisbrota á höfuðborgarsvæðinu – „Hún bara gafst algjörlega upp á þessum tímapunkti og ég skildi það alveg“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Selfoss, var með framsögu á hátíðarmálþingi Úlfljóts í hádeginu í dag og þar gagnrýndi hún sérstaklega lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og ákæruvaldið, sem og málsmeðferðartímann í kynferðisbrotamálum sem gerir það að verkum að jafnvel Kristrún Elsa á erfitt með að ímynda sér að kæra kynferðisbrot.

Úlfljótur, tímarit laganema Háskóla Íslands stóð fyrir hátíðarmálþingi í dag með yfirskriftinni : Meðferð kynferðisbrotamála í refsivörslukerfinu – er breytinga þörf?

Kristrún Elsa hefur töluverða reynslu af kynferðisbrotamálum, bæði sem verjandi og sem réttargæslumaður, og hún segir mörgu ábótavant í málaflokknum.

Rannsókn tekur að jafnaði 2-3 ár

Rannsókn kynferðisbrota taki að jafnaði 2-3 ár sem sé fullkomlega óboðlegt bæði hvað brotaþola varðar sem og meinta gerendur.

„Það virðist ekki skipta máli sko hvers konar kynferðisbrot um ræðir, þetta eru alltaf einhver 2-3 ár. Sama hvort þetta var einhver sem kleip í rassinn af afgreiðslustelpu í Bónus eða hvort sem þetta var einhver sem nauðgaði stelpu á útihátíð.“

Rúmlega miðaldra hvítur maður

Hún ákvað í aðdraganda hátíðarmálþingsins að líta yfir málaskrá sína til að sjá elsta kynferðisbrotamálið sem hún hefur aðkomu að. Það elsta reyndist jafnframt vera alvarlegt mál sem varðaði brot gegn barni. Það mál verður þriggja ára núna í janúar.

Þegar greint var frá því í mars að níu konur hafi kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar þá hafi dómsmálaráðherra brugðist við með því fá inn aðila til að aðstoða ráðuneytið við að stytta málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu.

„Þá var haft samband við rúmlega miðaldra hvítan mann sem hafði ekki starfað sem verjandi eða réttargæslumaður í mörg ár. Hann átti að gera þessa yfirferð og koma með tillögur að því hvað við ættum að gera til að stytta málsmeðferðatímann. Þá reis upp alda af fólki sem var mjög ósátt með þessa skipan mála.“ 

Vísar Kristrún þar til þess er Álaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk  lögmanninum Jóni Steinari Gunnlaugssyni að finna lausnir til að stytta málsmeðferðartíma sakamála fyrr á árinu. Sú ákvörðun var svo harðlega gagnrýnd að svo fór að Jón Steinar baðst lausnar undan verkefninu sem var þá fengið Herði Felix Harðarsyni. Kristrún segir að Hörður Felix sé sennilega ekki rétti maðurinn í verkið heldur.

„Hún fékk í staðinn annan hvítan kall til að græja þetta og sá gefur sig ekki einu sinni út fyrir að starfa á sviði kynferðisbrota. Hann hefur verið að verja fólk í efnahagsbrotamálum og hefur svo mikið sem ég veit mjög sjaldan komið að kynferðisbrotum.“

Ekki hafi verið rætt við starfsmenn í neyðarmóttökuteymi og ekki heldur við þá verjendur og réttargæslumenn sem mesta reynslu hafi í málaflokknum.

Munur á því hvar mál eru til rannsóknar

Kristrún Elsa vakti þá máls á því að hún hefur tekið eftir í störfum sínum að það er mikill munur á því hvernig staðið er að málum hvað varðar kynferðisbrot eftir því hvar á landinu málin eru til rannsóknar.

Hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu (LRH)  taki oft margar vikur að fá tíma í skýrslutöku á meðan á Suðurlandi sé oft hægt að bóka skýrslutöku með dagsfyrirvara. Þar séu líka samskiptin auðveldari. Þar geti hún hringt í lögrelgumenn og fengið upplýsingar.

„Þegar ég er í samskiptum við LRH, þá fæ ég ekki að tala við saksóknarann sem er með málið fyrir það fyrsta, þar er oft mjög erfitt að ná í rannsóknarlögreglumanninn og þá hvað rannsóknarlögreglumaðurinn er tilbúinn að gera, eða taka við af mínum tillögum bara mjög takmarkað og yfirleitt ekki neitt.“ 

Kristrún segir að staðan í dag sé sú að hún taki lítið að sér mál á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég hef líka verið að lenda í því hérna á höfuðborgarsvæðinu t.d. ef það er nálgunarbanns-vinkill í málinu að saksóknarar mæta bara óundirbúnir. Það er kannski einhver saksóknari sem er með málið, en svo er það allt annar sem mætir sem veit ekkert um hvað málið snýst eða hvað gerðist, vísar bara í kröfuna fyrir dómi og það endar oft með að dómarinn spyr mig: Um hvað er þetta mál? Og ég þarf að tala í korter. Það er náttúrlega mjög sérstakt.“ 

Brotaþoli rauk út úr skýrslutöku

Kristrún telur líka að skýrslutökur séu betur unnar á Suðurlandi. Þar tilkynni rannsóknaraðili aðilum máls að hann þurfi að gæta fullkomins hlutleysis, hann sé með engum í liði heldur vilji bara heyra frásögn aðila og vita hvað gerðist með þeirra orðum.

Kristrún upplifir það ekki svo á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég hef einu sinni verið með brotaþola sem rauk út úr skýrslutöku því rannsakandinn var svo pirraður að hún var ekki með tímalínuna alveg á hreinu þegar hún mætti í skýrslutökuna og var ekki búin að safna gögnunum á kubb til að láta hann hafa. Hún vann ekki vinnuna fyrir hann. “ 

Kristrún segir að umræddur brotaþoli hafi verði að erlendur bergi brotinn og þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem hún fór til lögreglu í skýrslutöku þar sem um langvarandi ofbeldi var að ræða.

„Hún bara gafst algjörlega upp á þessum tímapunkti og ég skildi það alveg. Viðmótið var ömurlegt. Þetta er eitthvað sem þarf svo sannarlega að taka til skoðunar“ 

Hætta á að aðilum verði mismunað á grundvelli efnahags

Hún segir einnig að á höfuðborgarsvæðinu eigi bæði ákæruvald og dómarar til að rengja tímaskýrslur lögmanna og dæma þeim þóknun að álitum. Það geri þeir aðeins við lögmenn – en ekki við aðra sérfræðinga sem koma að sakamálum. Þetta gerist þó ekki á Suðurlandi þar sem dómarar þekki og treysti lögmönnum.

Kristrún telur að með þessu áframhaldi þá endi með því að þeir lögmenn sem hafi sérfræðiþekkingu í kynferðisbrotamálum og sinni þeim af hugsjón gefist upp og eftir standi að þolendur fái þá réttargæslumenn, eða meintir gerendur verjendur, sem kannski ættu alls ekki að vera að sinna slíkum málum.

Svo skapi það einnig þá stöðu að þeir þolendur og meintir gerendur sem séu vel staddir fjárhagslega geti ráðið sér betri lögmenn og það geri að verkum að þolendum og meintum gerendum verði mismunað á grundvelli efnahags.

Að lokum benti Kristrún Elsa á að það væri þekkt staðreynd að það eru margar konur sem kæra ekki kynferðisbrot. Þegar litið er til þess að konur horfi fram á tveggja til fjögurra ára baráttu ef þær kæra þá skilur Kristrún það vel að margar treysti sér ekki í það.

„Ef ég segi satt, þá er ég ekkert viss um að ég ég myndi sjálf standa í þessum sporum að ég myndi nenna að standa í því miðað við aðstæðurnar eins og þær eru núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka