Alvarlegt umferðarslys í hverfi varð við þar sem rafskútu og léttbifhjóli lenti saman á göngustíg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Tveir aðilar eru mikið slasaðir og voryu fluttir á slysadeild í sjúkrabifreið. Ekki er vitað um líðan þeirra þegar þetta er ritað.
Í frétt Vísis af málinu er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að til tilkynning um slysið hafa borist klukkan 8:08 í morgun. Þá hafi aðstæður verið þannig að malbik göngustígarins var mjög blautt auk myrkurs.
Þá kemur fram að allur viðbúnaður lögreglu hafi verið eins og um alvarlegt umferðarslys hafi verið að ræða.
.