fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

200 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landspítalanum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er hægt að fjölga sjúkrarýmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum en um 200 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Ekki er útlit fyrir að úr rætist á næstunni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, að mikill skortur sé á hjúkrunarfræðingum og hafi lengi verið og ekki sé útlit fyrir annað en að svo verði áfram.

Spítalinn þarf um 200 hjúkrunarfræðinga til viðbótar þeim sem nú þegar starfa á sjúkrahúsinu. Þessi skortur veldur því að ekki er hægt að fjölga sjúkrarýmum í miðjum heimsfaraldri.

„Við höfum bent á vöntun á hjúkrunarfræðingum í áratugi. Við náum ekki að mennta nógu marga hjúkrunarfræðinga til að starfa í íslenska heilbrigðiskerfinu né að halda hjúkrunarfræðingum í starfi í heilbrigðiskerfinu. Nú hættir 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur störfum í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift. Einnig fáum við ekki aftur til starfa þá sem hafa hætt,“ er haft eftir Guðbjörgu Pálsdóttur, formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Haft er eftir Sigríði að verkefnunum sé alltaf að fjölga og sjúklingarnir verði þyngri í hjúkrun og það kalli á fleiri hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar eru stærsti einstaki starfsmannahópurinn hjá Landspítalanum en á síðasta ári voru 1.340 stöðugildi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á sjúkrahúsinu og voru um 1.600 manns í þeim stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“