fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Sólveig Anna kastaði sprengju inn á starfsmannafund Eflingar á föstudag – „Svona fundur hjá Icelandair hefði verið fordæmdur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 14:35

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, hefði ekki krafist þess að bréf sem trúnaðarmenn starfsfólks innan Eflingar sendu á formann, varaformann og framkvæmdastjóra Eflingar, yrði gert opinbert, væri Sólveig Anna Jónsdóttir líklega ennþá formaður Eflingar í dag og Viðar Þorsteinsson væri ennþá framkvæmdastjóri.

Þetta herma áreiðanlegar heimildir DV frá starfsmannafundinum á föstudag. Bréf trúnaðarmanna var ekki hugarfóstur þeirra heldur byggði á frásögnum starfsmanna. Heimildarmenn DV staðhæfa að stjórnin hafi í raun brugðist vel við bréfinu því ýmsar umbætur í starfsmannamálum hafi verið í gangi frá því í sumar þar sem komið var til móts við kvartanir starfsmanna.

„Það var þarna fólk sem upplifði mikið óöryggi vegna þess að millistjórnendur voru horfnir einn daginn, ljósin bara slökkt á skrifstofunum og engar skýringar. Fólk vissi þá ekki til hverra það ætti að snúa sér með sín mál og upplifði líka þá tilfinningu að ef þú segir eitthvað, þá gætir þú orðið næstur,“ segir einn aðili.

Segir sá sami að þetta hafi orðið til þess að hópur starfsmanna hafi leitað til trúnaðarmanna, tveggja kvenna, sem hafi skrifað nokkur ítarlegt bréf, byggt á umsögnum og vitnisburði starfsmanna. „Það sem Sólveig kallar ásakanir trúnaðarmanna eru í raun bara frásagnir starfsmanna, starfsmanna sem leið eins og það væri aftökulisti í gangi, þetta voru einfaldlega tilvitnarnir í starfsfólkið.“

Það er almennt álitið að veli hafi verið brugðist við þessu bréfi og ýmsar umbætur gerðar. Nýir millistjórnendur hafi komið til starfa sem hafi reynst vel. Þetta voru vendingar sem voru í gangi í sumar en það sem síðan gerist seint í haust er að áðurnefndur stjórnarmaður Guðmundur Baldursson, sem kosinn var á sínum tíma af lista Sólveigar Önnur, fær veður af tilvist bréfsins og vill að það verði gert opinbert. Ekki var orðið við þeirri kröfu.

Sólveig krafðist óskoraðs stuðnings á starfsmannafundi

Blaðamaður RÚV hafði samband við Sólveigu Önnu á fimmtudag og spurðist fyrir um bréf trúnaðarmanna og hinn meinta aftökulista. Þetta varð til þess að Sólveig mætti á áður boðaðan starfsmannafund Eflingar á föstudag og krafðist þess að allt starfsfólk lýsti yfir stuðningi við hana og afneitaði bréfi trúnaðarmannanna, að öðrum kosti myndu bæði hún og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri hætta.

Segir einn heimildarmaður DV að starfsfólk hafi verið í sjokki yfir framgöngu Sólveigar á fundinum. „Hún krefst þess að starfsmannafundurinn lýsi yfir óskoruðum stuðningi við sig og lýsi því yfir að bréfið sé lygi ella muni hún og Viðar hætta. Stjórnendur og millistjórnendur viku af fundi og starfsfólkið varð eftir á fundinum og ræddi þetta áfram. Þá stendur upp kona á fundinum og segir: Fyrirgefið, en það var ég sem skrifaði þetta bréf. Ég veit að þetta bréf var ekki eins og Sólveig lýsir því, við vorum að vitna í upplifanir starfsfólks sem við viljum taka alvarlega. Þessi kona leitaði meira að segja ráðgjafar lögfræðinga áður en hún skrifaði bréfið til að tryggja að allt væri rétt.“

Sami heimildarmaður segir að sambærileg framganga stjórnanda hjá t.d. Icelandair hefði hvarvetna verið fordæmd: „Svona fundur hjá Icelandair hefði verið fordæmdur. Ef stjórnandi hefði stigið inn á starfsmannafund hjá t.d. starfsfólki Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og krafist þess að starfsmenn snerust gegn trúnaðarmönnum, þá hefði sú framganga verið úthrópuð.“

Þær raddir heyrast sem álíta að  yfirlýsing Sólveigar Önnu á sunnudagskvöld sé forkastanleg, þar sé hún í raun að hrauna yfir starfsfólk vinnustaðarins og útmála það sem svikara. Hún hafi líka sent öllum starfsmönnum Eflingar bréf sem sé í sama anda og þessi yfirlýsing.

„Það er fullt af fólki þarna inni sem þykir vænt um Sólveigu Önnu og er ánægt með margt sem hún er búin að gera. Þetta snýst ekki um það að fólk hafi viljað Sólveigu Önnu í burtu,“ segir einn maður og vill meina að starfsfólk sé bara að sækjast eftir friðsamlegum vinnuaðstæðum sem séu lausar við flokkadrætti.

„Hún stillir starfsfólki upp frammi fyrir afarkostum. Enginn myndi líða það að vera skipað að afneita trúnaðarmanni sínum.“

 

Yfirlýsingu Sólveigar Önnu mál lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum