fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Jóhann Rúnar rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 05:59

Jóhann Rúnar. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Landssambands hestamanna og landsliðsnefnd tóku í gær ákvörðun um að vísa Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðinu í hestaíþróttum. Ástæðan er að hann hefur hlotið dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi en hann var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku árið 1993. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari í hestaíþróttum 2019 og var margt hestafólk mjög ósátt við að hann hafi ekki lent í einu af þremur efstu sætunum í kjöri á íþróttamanni ársins það ár.

Mannlíf hefur fjallað um Jóhann Rúnar að undanförnu og brot hans. Skýrði miðillinn annars frá dómnum sem hann hlaut fyrir nauðgun en hann hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir hana, þar af voru þrír mánuði skilorðsbundnir. Mannlíf hefur einnig skýrt frá dómi sem Jóhann Rúnar hlaut í Danmörku, þar sem hann býr, og segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir heimilisofbeldi. Árásin hafi beinst gegn þáverandi konu hans. Þurfti Jóhann Rúnar að sögn að vera með ökklaband í nokkurn tíma eftir árásina.

Eins og fyrr sagði þá ákváðu stjórn Landssambands hestamanna og landsliðsnefnd að reka Jóhann Rúnar úr landsliðinu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga sem var birt í gær. Í henni segir meðal annars að ákvörðunin sé tekin vegna nýrra upplýsinga um að Jóhann Rúnar hafi hlotið dóm fyrir kynferðisbrot en stjórnin og landsliðsnefndin hafi ekki vitað af því áður.

„Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Uppfært 04.11 kl.10.50

Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt sem og einum stað í texta. Á báðum stöðum var áður talað um nauðgun en því var breytt í kynferðisbrot þar sem fram hafa komið upplýsingar um að Jóhann Rúnar hafi ekki verið sakfelldur fyrir nauðgun, heldur fyrir kynferðimök, önnur en samræði, við stúlkuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka