fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Uggur í skotveiðimönnum vegna yfirlýsinga um refaveiði – „Það vofir yfir veiðibann bæði á rjúpu og tófu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 12:30

Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, þess efnis að Umhverfisstofnun telji forsendur fyrir refaveiði vera brostnar, vekja ugg í brjósti skotveiðimanna, að minnsta kosti sumra, ef merka má umræður í Skotveiðispjallinu á Facebook.

Steinar Rafn Beck Baldursson, sérfræðingur í veiðistjórnun hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Fréttablaðið að refaveiðar þjóni ekki lengur þeim tilgangi sínum að verja sauðfé en séu orðnar að vana eða launaðri sportveiði. Sveitarfélögum er skylt að greiða refaskyttum fyrir hver refaskott frá hausti fram að vori. Kostnaðurinn hefur stigaukist undanfarin ár og var tæpar 134 milljónir króna árið 2020.

„Búfénaður virðist ekki verða fyrir tjóni. Við höfum kallað eftir tilkynningum um tjón en þær berast ekki, nema einstaka tilkynningar um æðarvarp,“ segir Steinar.

Vilja menn fuglalíf eða refalíf?

Rjúpnaveiðibann hefur vofað yfir eftir hrun stofnsins en að þessu sinni voru gefnir 22 veiðidagar en ekki má hefja veiði fyrr en á hádegi. Á Skotveiðispjallinu telja sumir að brátt stefni í að hvorki megi veiða rjúpu né ref: „Það vofir yfir veiðibann, bæði á rjúpu og tófu,“ segir einn.

Sumir telja refaveiði forsendu heilbrigðs fuglalífs og einn segir: „Ef þessir kallar eru svona Evrópusinnaðir eins og þeir segjast vera þá er til gömul evróputilskipun þess efnis að Íslandi er skylt að vernda farfuglana gegn varg. Ég er búinn að sjá það með berum augum, að því miður verða þessir menn að velja, hvort þeir vilji fuglalíf eða refalíf.“

Annar segir nauðsynlegt að taka alla refi og minka úr umferð því þeir séu skaðvaldar nálægt fugli og veiðiám. Annar skotveiðimaður kallar Guðmund Guðbrandsson umhverfisráðherra „friðarhryðjuverkamann“ og segir að í það geti stefnt að refurinn verði friðaður og rjúpan hverfi:

„Ef það er raunverulegur áhugi fyrir verndun rjúpnaveiðar og yfirsýn þá ganga menn um heiðar og veiða refinn í dauðatímanun, svo er hægt að nota það gegn þessum friðarhryðjuverkamanni sem þessi ráðherra er , bæði gegn friðun rjúpu og ref ! Þessi eiginhagsmuna hugsun sem atvinnuveiði er ,er ekki að gera neitt annað en að refurinn verði friðaður og rjúpan hverfi hugsanlega!“

Raddirnar eru ekki allar í eina átt og einn félagi í spjallinu segir tímabært að endurskoða fyrirkomulag refaveiða:

„Það er nokkuð ljóst að það er löngu tímabært að endurskoða fyrirkomulag refaveiða. Sérstaklega grenjavinnsluna sem er tímaskekkja og þolir illa dagsljósið sem veiðiaðferð. Við gleymum tilganginum með refaveiðum – að verja fjárbændur tjóni. Þessi grein er hið þarfasta mál og það það ætti ekki að vera feimnismál fyrir veiðimenn að fara í naflaskoðun af og til.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum