fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Skagfirðingar sameinast í sorginni – Ætla að lýsa upp Skagafjörðinn fyrir Erlu Björk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki heldur viðburðinn Látum Skagafjörðinn lýsa fyrir Erlu Björk en hann snýst um að fólk láti útikerti loga fyrir utan heimili sín kl. 20 á miðvikudagskvöld.

Er þetta gert í minningu Erlu Bjarkar Helgadóttur sem varð bráðkvödd þann 2. nóvember. Erla Björk lætur eftir sig fjögur börn og eiginmann. Hún á son í fjölbrautaskólanum og vill nemendafélagið sýna fjölskyldunni samhug og heiðra minningu Erlu Bjarkar sem hefði orðið fertug á þeim degi sem viðburðurinn er, þann 10. nóvember.

Erla Björk tengist skólasamfélaginu í Skagafirði sterkum böndum en hún starfaði í Varmahlíðarskóla og var í foreldrafélagi Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

„Morguninn sem þetta gerðist tókum við fund í nemendafélaginu. Við viljum gera það sem við getum fyrir þessa fjölskyldu og sérstaklega þar sem sonur hennar er í nemendahópnum,“ segir Helena Erla Árnadóttir, formaður nemendafélagsins. „Við ákváðum þetta daginn eftir en höfum verið að bíða dálítið með að setja eitthvað út, af tillitsemi við aðstandendur. En við vildum gera þetta annað kvöld,“ segir hún enn fremur, en eins og áður segir er dagsetningin 10. nóvember mikilvæg því það er fertugsafmælisdagur Erlu Bjarkar.

Helena segir að allir landsmenn geti tekið þátt í þessari ljósastund en eðlilega beinist tilkynningin að Skagfirðingum. „Skagafjörður er afskaplega þétt samfélag þegar á reynir og okkur langar að fá sem flesta hér til að taka þátt, en að sjálfsögðu eru allir án landinu velkomnir. En við töldum að Skagafjörður væri helsti staðurinn til að fá sem flesta til að taka þátt,“ segir Helena.

Sjá Facebook-viðburðinn Látum Skagafjörðinn lýsa fyrir Erlu Björk 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello