Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, hefur verið kjörinn nýr formaður Kennarasambands Íslands. Þetta kemur fram í frétt á vef KÍ. Magnús mun taka við völdum af Ragnari Þór Péturssyni, núverandi formanni, á VIII. þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári.
Alls voru fjórir einstaklingar í framboði og skiptust atkvæðin þannig:
Fjögur voru í framboði og féllu atkvæði þannig:
Á kjörskrá voru 11.068 og greiddu 6.676 atkvæði, eða 60,32% en kosningin var rafræn.
Athygli vekur niðurstaða Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, kennara við Borgarholtsskóla, en barátta hennar fyrir formannsstólnum vakti talsverða eftirtekt. Ekki síst vegna þess að opið bréf Hönnu Bjargar um meinta hylmingu KSÍ yfir kynferðisofbeldi varð til þess að Pandórubox opnaðist innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem enn sér ekki fyrir endann á.