fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Hvað verður um nemendur Hlíðaskóla, Háteigsskóla og Austurbæjarskóla? – Þetta eru sviðsmyndirnar sem borgin leggur til

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 15:30

Vörðuskóli við Skólavörðuholt. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla starfshóps um framtíðarskipan grunnskóla- og frístundastarfs í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Vörðuskóla var lögð fram á síðasta fundi borgarráðs Reykjavíkur. 

Reykjavíkurborg samþykkti á fundi borgarráðs 29. október 2020 að festa kaup á Vörðuskóla á Skólavörðuholti og fól skóla- og frístundasviði (SFS) að gera tillögu að safnskóla á unglingastigi í samráði við samliggjandi skólahverfi.

Með hliðsjón af spám um þróun nemendafjölda til skemmri og lengri tíma og framtíðarsýn fyrir skóla- og frístundastarf í anda nýrrar menntastefnu ,,Látum draumana rætast”, var samþykkt að setja af stað starfshóp til að rýna nemendaþróun í þremur skólahverfum.

Hópnum, sem skipaður var í febrúar 2021, var ætlað að meta og útfæra tillögur um framkvæmd grunnskóla- og frístundastarfs í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Vörðuskóla í ljósi aukningar nemendafjölda sem orðið hefur á einstökum starfsstöðvum á undanförnum árum.

Starfshópurinn framkvæmdi SVÓT-greiningu á alls fimm sviðsmyndum sem lagðar voru til í vinnu hópsins:

  1. Vörðuskóli verði unglingaskóli fyrir nemendur úr Austurbæjarskóla og Hlíðaskóla. Byggt verði við Háteigsskóla samkvæmt þörf.
  2. Vörðuskóli verði unglingaskóli fyrir nemendur úr öllum skólunum þremur en stækka þyrfti húsnæði Vörðuskóla með einhverjum hætti
  3. Vörðuskóli verði unglingaskóli fyrir nemendur úr Austurbæjarskóla og Háteigsskóla. Byggt verði við Hlíðaskóla samkvæmt þörf.
  4. Austurbæjarskóli verði unglingaskóli fyrir nemendur úr öllum skólunum þremur en 1.-7. bekkur Austurbæjarskóla færi í Vörðuskóla.
  5. Húsnæði Vörðuskóla yrði hluti af Austurbæjarskóla sem yrði heildstæður skóli en tæki einnig við unglingum úr hinum skólunum þremur.

Þessar fimm sviðsmyndir eru því tillögur starfshópsins til áframhaldandi vinnslu. Í rýni á skrifstofu SFS var talin ástæða til að bæta við þeirri sviðsmynd að Austurbæjarskólahúsið verði safnskóli fyrir unglinga en yngri stig í núverandi skólahverfi Austurbæjarskóla verði í Vörðuskóla. Verður þessum sex sviðsmyndum vísað annars vegar til skóla- og frístundasviðs til að leiða frekara umsagnarferli í skólasamfélaginu og hins vegar til umhverfis- og skipulagssviðs til að áhættumeta og kostnaðargreina tillögurnar. Í kjölfar þeirrar vinnu tekur skóla- og frístundasvið afstöðu til þess hvaða sviðsmynd styður best við skólastarfið.

Á fundi borgarráðs lagði áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins fram svohljóðandi bókun:

Skýrsla starfshóps um Vörðuskóla og nærliggjandi skólahverfi er lögð fram í borgarráði. Kynntar eru fimm sviðsmyndir um framtíðarskipan grunnskóla- og frístundastarfs í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Vörðuskóla. Framkvæmd var SVÓT greining á alls fimm sviðsmyndum. Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna nokkur atriði sem hlýtur að vera mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að vinna sviðsmyndir. Hafa þarf þarfir barnanna í huga á öllum stigum. Ávallt skal hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi þegar verið er að taka ákvarðanir um þau, aðstæður þeirra og umhverfi. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að varðveita skólagerðir hverfisins og gæta þess að viðhalda hverfismenningu og aðstöðu barnanna. Horfa þarf á íþróttamálin og íþróttaaðstöðu samhliða öllum þessum hugmyndum. Bygging unglingaskóla/safnskóla fylgja áskoranir. Kostir og gallar eru við safnskóla. Með safnskólum breytast skólahverfin oft með tilliti til umferðar nemenda til og frá skóla. Slíkar breytingar þarf að leggja undir umferðarstofu Reykjavíkurborgar til að fá álit þeirra. Skoða þarf einnig hvað sparast með breytingum? Fara þarf yfir starfsmannamál. Hafa þarf þétt samstarf við foreldra, hverfaráð og aðra sem málið varðar.

Starfshópurinn var svo skipaður:

Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála SFS
Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólamála SFS
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri á grunnskólaskrifstofu SFS
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri á frístundaskrifstofu SFS
Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla
Berglind Stefánsdóttir, skólastjóri Hlíðaskóla
Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla
Ósk Soffía Valtýsdóttir, deildarstjóri USK, Frumathuganir mannvirkja
Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello