fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Stefndu nágrönnum sínum fyrir dóm: Sorgarsaga í raðhúsalengju – Mikil raka- og fúkkalykt í hjónaherberginu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 19:00

Frá Miðvangi í Hafnarfirði. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur eins raðhúss í raðhúsalengju í Miðvangi í Hafnarfirði stefndu öllum nágrönnum sínu í lengjunni og húsfélagi hennar fyrir dóm og kröfðust rúmlega fimm milljóna króna í skaðabætur fyrir kostnað af viðgerðum vegna rakaskemmda og myglu sem stefnendurnir sögðust stafa af ófullnægjandi viðhaldi eigenda raðhússins við hliðina.

Dómur var kveðinn upp í þessu máli í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Forsögu málsins má rekja til samkomulags sem eigendur allra raðhúsanna gerðu árið 2012 og var þinglýst. Samkvæmt því skulu eigendur hvers raðhúss sjálfir sjá um viðhald og viðgerðir á ytra byrði sinna húsa. Tekur þetta meðal annars til glugga, útveggja, gafla og þaks húsanna. Að öðru leyti skal fara með umráð, viðhald og endurnýjun raðhúsalengjunnar í samræmi við lög um fjöleignarhús.

Skotrennan umdeilda

Þau sem stefndu í málinu keyptu sitt raðhús árið 2004. Seint árið 2015 fundu þau mikla raka- og fúkkalykt í hjónaherbergi á efri hæð hússins. Þau spurðu fólkið í næsta húsi hvort viðbyggingin á bílskúr þeirra læki og var því svarað neitandi. Síðan segir í texta dómsins:

„Þau segja þakið þó hafa reynst í góðu lagi að öðru leyti en því að skotrenna á mótum þakhluta þeirra og Miðvangs XX hafi verið illa ryðguð, lagningu
hennar ábótavant og hún legið ofan á þakpappa í stað þess að liggja undir honum. Röktu stefnendur þessa missmíð til þess tíma er byggt var ofan á bílskúr Miðvangs 87 og virtist þeim sem á einhverjum tímapunkti hefði verið reynt að ráða bót á þessu með því að leggja dúk ofan á rennuna, það ekki borið árangur, vatn komist undir skotrennuna og þannig lekið inn til stefnenda.“

Nágrannarnir sögðust ekki hafa efni á að ráðast í viðgerðir hjá sér en samþykktu að greiða helming kostnaðar við uppsetningu nýrrar skotrennu sem stefnendur í málinu réðust í. Hin stefndu í málinu segja að tafir við uppsetningu nýju skotrennurnar hafi valdið leka og fúkka. Það var hins vegar niðurstaða matsmanns að leka- og rakavandamálin hefðu komið til áður og yrðu rakin til skorts á viðhaldi hússins við hliðina.

Hjónin sem stefna í málinu þurftu að ráðast í töluverðar viðgerðir og endurbætur vegna raka, fúkka og myglu í húsinu. Sundurliðun á kostnaði við úrbætur var eftirfarandi:

Framkvæmdir í hjónaherbergi á 2. hæð kr. 665.525
Framkvæmdir í miðherbergi á 2. hæð kr. 542.660
Framkvæmdir í herbergi NA á 2. hæð kr. 900.539
Stofa á 1. hæð kr. 1.079.880
Hol á 1. hæð kr. 618.300
Gestasalerni á 1. hæð kr. 762.457
Annar kostnaður samkvæmt matsgerð kr. 1.076.960
Frádráttur vegna endurgreiðslu á vsk. – kr. 548.546
Samtals kr. 5.097.774

Höfnuðu kröfunni

Hin stefndu í málinu höfnuðu kröfunum meðal annars á þeim forsendum að þær væru fyrndar. Þá kröfðust þau einnig sýknu á þeim grundvelli að það væri ósannað að þau hefðu gerst sek um saknæma háttsemi hvað varðar vanrækslu á viðhaldi. Ennfremur hafi stefnendum ekki tekist á fá úr því skorið með fullnægjandi  hætti nákvæmlega hvað það var sem olli rakaskemmdunum.

Dómurinn hafnaði kröfum fólksins meðal annars á þeim forsendum að þau hafi ekki beint tilmælum sínum og áskorunum um úrbætur á eigninni í samræmi við reglur fjöleignarhúsalaga til að knýja fram lögmælta aðferð við úrbætur vegna leka í þeirra húsnæði. Í 38. grein fjöleignarhúsalaga segir: „Eiganda er rétt að láta framkvæma nauðsynlegar viðgerðir á sameign á kostnað allra ef hún eða séreignarhlutar liggja undir skemmdum vegna vanrækslu á viðhaldi og húsfélagið eða aðrir eigendur hafa ekki, þrátt fyrir tilmæli og áskoranir, fengist til samvinnu og til að hefjast handa í því efni.“ – Í 39. grein sömu laga segir: „Allir hlutaðeigandi eigendur eiga óskoraðan rétt á að eiga og taka þátt í öllum ákvörðunum er varða sameignina, bæði innan húss og utan, og sameiginleg málefni sem snerta hana beint og óbeint.“

Dómurinn bendir á að stefnendur hafi ekki beint kvörtunum og kröfum til húsfélagsins vegna leka í þeirra raðhúsi fyrr en vorið 2018. Því fáist það ekki staðist að húsfélagið hafi vanrækt skyldur sínar í málinu enda uppgötvaði fólkið skemmdirnar árið 2015.

Kröfum fólksins var því hafnað og þau auk þess dæmd til að greiða 500.000 krónur í málskostnað en málskostnaður fellur þó að miklu leyti niður.

Hér hefur aðeins verið tæpt á helstu atriðum málsins en ítarlegan dóm má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum