fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Skólastarfsmaður á Suðurnesjum grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 8. nóvember 2021 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður grunnskólans, Gerðaskóla, á Suðurnesjum er grunaður um að hafa beitt nemanda í skólanum ofbeldi. Vísir greinir frá og segja lögreglustjóra Suðurnesja hafa staðfest að hafa slíka kæru til rannsóknar, en hafi þó ekki viljað staðfesta að um Gerðaskóla væri að ræða.

Móðir barnsins hefur einnig kært skólann fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra.

Grunur leikur á að ofbeldið hafi átt sér stað 16. desember á síðasta ári. Móðir barnsins kveðst hafa orðið vitni að því þegar starfsmaður skólans greip um hendur níu ára dóttur hennar, keyrði þær aftur fyrir bak og því næst snúið hana niður með andlitið í gólfið þar sem henni var haldið í nokkurn tíma.

Tilefnið er sagt vera að stúlkan hafi klórað út í loftið í átt að umræddum starfsmanni.

Stúlkan er greind með ADHD og depurð og hefur Vísir eftir móður hennar að hún hafi verið lokuð inni í svokölluðu hvíldarherbergi og oft verið flutt þangað með valdbeitingu og ofbeldi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti