fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Íris segir að 9 ára dóttir hennar hafi verið beitt ofbeldi í Gerðaskóla – Lokuð inni í gulu herbergi og snúin niður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. nóvember 2021 22:00

Skjáskot Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris er móðir 9 ára stúlku með ADHD. Hún hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu eftir að hún horfði á starfsmanninn snúa dóttur hennar niður og þrýsta andliti hennar niður í gólfið eftir að dóttir hennar hafði klórað loftið í áttina að honum, til að líkja eftir ketti, í mótmælaskyni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og á Vísir.is.

Dóttir Írisar var oft tekin úr tímum og sett inn í það sem kallað var hvíldarherbergi, en Íris segir að hafi bara verið gluggalaus kompa án loftræstingar. Þar hafi dóttir hennar verið lokuð inni, eins og hún komst að einn daginn er hún var að sækja hana í skólann. Segir Íris að dóttir hennar sé í öðrum skóla núna þar sem öðruvísi sé tekið á málum og henni líði þar miklu betur.

„Og henni er haldið lokaðri þar inni. Hún er tekin á höndum og fótum og hent inn í þetta herbergi í brjáluðu skapi þar sem er búið að brjóta á henni,“ sagði Íris við Stöð 2 um meðferðina á dóttur hennar.

Lögreglan á Suðurnesjum staðfesti við fréttastofu Stöðvar 2 að mál sé í rannsókn þar sem starfsmaður skóla í umdæminu sé grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að kennarar verði að fá valdið til baka – Ljótt orðbragð og vaxandi ofbeldi nemenda

Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að kennarar verði að fá valdið til baka – Ljótt orðbragð og vaxandi ofbeldi nemenda
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi
Fréttir
Í gær

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Í gær

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“