fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Voru í bústað við Egilsstaði þegar ókunnugir menn mættu – Snerti stelpurnar óþægilega og hótaði með haglabyssu

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 18:30

Bústaðurinn sem um ræðir - Aðsendar myndir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfur Óli Jónsson var staddur ásamt vinum sínum í bústað í nágrenni við Egilsstaði. Vinirnir voru að skemmta sér þegar tvo ókunnuga menn bar að garði. Mennirnir voru töluvert eldri en Úlfur og vinir hans en þeir komu inn í bústaðinn og voru að spjalla við þau.

„Við vorum að leigja hérna bústað og vorum með svona lítinn hitting. Það mættu tveir menn sem eru mikið eldri en við, annar þeirra var helvíti slakur, það var hægt að tala við hann. Hinn var svona, ég ætla ekki að segja grimmur, en hann var eitthvað á flakki hérna í bústaðnum,“ segir Úlfur í samtali við DV.

Þegar stelpurnar í bústaðnum sögðu að annar maðurinn hafi verið óþægilegur við þær var ákveðið að reka þá út en þeir létu sér ekki segjast. „Stelpurnar komu og sögðu að hann hafi verið að snerta þær óþægilega svo við rákum hann út,“ segir Úlfur.

„Þeir neituðu að fara og hann byrjaði að hóta okkur. Síðan fórum við út og vorum að labba í áttina að honum og félagi hans kemur þá út úr bústaðnum þeirra með hlaðna haglabyssu. Hann hótaði okkur og sagði við okkur að hann væri með hlaðna byssu. Við tókum þessu ekki svo alvarlega því svona gerist bara aldrei.“

Mennirnir, sem eru á fertugsaldri, voru að sögn Úlfars á rjúpnaveiðum og voru að gista í bústað í nágrenni við bústaðinn sem Úlfur og félagar hans voru í.

Búið er að tilkynna lögreglunni um málið en Úlfur og vinir hans fóru í skýrslutöku í morgun, það var þá sem þau gerðu sér grein fyrir því hve alvarlegt þetta var.

„Við erum í smá sjokki eftir þetta, svona á ekki að gerast á Íslandi eða maður heldur það. Við vorum náttúrulega að drekka hérna í gær og það deyfði sjokkið þangað til í morgun en þá fórum við að gefa skýrslu niður á lögreglustöð og svoleiðis. Þá gerðum við okkur grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“