Þórhildur Gyða Arnarsdóttir er gengin til liðs við aðgerðahópinn Öfga. Þetta tilkynnir hún í færslu á Twitter-síðu sinni í kvöld.
„THIS JUST IN – eftir mikla samvinnu og samstöðu síðastliðnar vikur við Öfga kynni ég með stolti nýjasta meðlim hópsins… MEStar-struck Það er gífurlegur heiður og ég hlakka mikið til að vinna með þessu frábæra fólki,“ skrifar Þórhildur Gyða í færslunni.
Þórhildur Gyða og aðgerðahópurinn Öfgar hafa verið í fremstu víglínu í þeirri Metoo-bylgju sem enn gengur yfir samfélagið. Aðgerðarhópuinn Öfgar vakti fyrst athygli í sumar þegar hópurinn birti nafnlausar sögur kvenna sem áttu hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða áreiti að hálfu Ingólfs Þórarinssonar veðurguðs. Síðan þá hafa meðlimir hópsins látið til sína taka í hverri baráttunni á fætur annarri.
Þórhildur Gyða vakti hins athygli þegar hún steig fram og greindi frá meintu ofbeldi knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar og samning sem gerður var þeirra á milli til að ná sáttum í málinu. Eins og alþjóð er kunnugt um varð opinberun Þórhildar Gyðu til þess að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði af sér og stjórn sambandsins skömmu síðar.
THIS JUST IN – eftir mikla samvinnu og samstöðu síðastliðnar vikur við @ofgarofgar kynni ég með stolti nýjasta meðlim hópsins… ME🤩 Það er gífurlegur heiður og ég hlakka mikið til að vinna með þessu frábæra fólki❤️
— Þórhildur Gyða (@torii_96) November 7, 2021