Ákveðið var á aðalfundi Dögunar í dag að slíta stjórnmálahreyfingunni. Frá þessu greinir RÚV.
Flokkurinn var stofnaður árið 2012 og tók tvisvar þátt í alþingiskosningum, árin 2013 og 2016 en fékk engan mann á þing í bæði skiptin.
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, gjaldkeri Dögunar, segir í samtali við RÚV að félagsmenn hafi saman talið að þetta væri það réttasta í stöðunni þar sem engin starfsemi hefur verið í hreyfingunni í dágóðan tíma.
Þá segir Gunnar að hugsjónir flokksins eigi sér samastað að einhverju leyti hjá öðrum flokkum. Hann nefnir til dæmis Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins sem dæmi um þá flokka.
Þeir fjármunir sem eftir eru í félaginu munu renna til Péta-samtakanna og PEPP Íslands, grasrótarsamtaka fólks í fátækt.