90 einstaklingar greindust með Covid-19 hér innanlands í gær. Af þessum 90 voru 37 í sóttkví við greiningu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bráðabirgðartölum frá almannavörnum.
1.109 manns eru nú í einangrun hér á landi vegna veirunnar en 2.456 eru í sóttkví.