fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Leikskólakennari í Hafnarfirði biðst afsökunar á að geta ekki sinnt starfi sínu nægilega vel

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. nóvember 2021 12:25

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikskólakennari í Hafnarfirði hefur beðist afsökunar á því að geta ekki sinnt starfi sínu nægilega vel. Í frétt á síðu Verkalýðsfélagsins Hlífar er birt bréf með afsökunarbeiðni leikskólakennarins. Innihalds þess er teiknuð upp svört mynd af ástandinu innan leikskóla í Hafnarfirði en vegna manneklu og annarra þátta telur leikskólakennarinn að hann geti ekki sinnt starfi sínu með fullnægjandi hætti. Viðkomandi  biður því börn og foreldra afsökunar á stöðu mála.

Mikil ólga hefur verið meðal leikskólakennara í Hafnarfirði vegna ákvörðunar yfirvalda að leikskólar bæjarfélagsins verði opnir allt árið um kring en loki ekki alfarið í júlí eins og verið hefur. Telja leikskólakennarar að ákvörðunin muni bitna á faglegu leikskólastarfi. Þannig sé þegar viðvarandi mannekla á leikskólum bæjarfélagsins og að lengri opnunartími verði því mannaður með ófaglærðu starfsfólki.

Bréf starfsmannsins í heild sinni:

Við starfsmenn leikskólans erum að sligast undan álagi vegna manneklu sem er vegna veikinda (fólk er að brenna út), vinnutímastyttingar og fjarveru leikskólakennara við umönnun/kennslu þar sem það kemur ekki afleysing vegna undirbúningstíma þeirra. Það eru of mörg börn á hvern starfsmann og of lítið rými fyrir börn og starfsmenn. (Eins og síld í tunnu).

Þess vegna vil ég biðja börnin á leikskólanum afsökunar.

Mig langar að biðja barnið afsökunar sem ég gat ekki tekið í fangið og huggað eftir að það var bitið í handlegginn, vegna þess að ég þurfti að stoppa gerandann svo fleiri börn yrðu ekki bitin.

Ég vil biðja litla drenginn afsökunar sem ég gat ekki leyft að fara inn þegar honum var kalt – vegna þess að það var enginn starfsmaður inni. (Ég gat sett á hann nýja vettlinga og knúsað hann).

Eins vil ég biðja barnið afsökunar sem ég þurfti að klæða í drulluskítug og rök föt á mánudagsmorgni, ég hafði ekki fleiri föt til að lána.

Ég vil biðja litlu börnin afsökunar á að flýta mér að skipta á bleyjum og klæða þau í útiföt. Það er ekki tími til að spjalla eða setja orð á athafnir þar sem það bíða grátandi börn eftir þjónustu.

Mig langar líka að biðja hópinn minn afsökunar á að geta ekki klárað lestrarstundir/vinnustundir þar sem einn nemandinn tekur alla athygli (þyrfti stuðning).

Að lokum vil ég biðja foreldra afsökunar á að hafa lítinn tíma í spjall í lok dags, vegna fjölda barna í langri vistun og fárra starfsmanna seinni partinn.

Hvar er virðingin fyrir börnunum okkar? Hún sést ekki í launaumslaginu eða í vinnuaðstöðu okkar. Það er talað um á tyllidögum að við kennarar sinnum merkilegasta starfinu. En afsakið – það eru bara falleg orð á blaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“