Maðurinn sem lýst var eftir síðastliðinn fimmtudag af Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu fannst látinn í Búdapest í Ungverjalandi. Hann hét Gunnar Svanur Steindórsson og var 43 ára. Gunnar, sem var ókvæntur, lætur eftir sig dóttur. Hann hafði verið búsettur ytra undanfarin ár.
Síðastliðinn fimmtudag lýsti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir Gunnari Svan í fjölmiðlum en þá hafði hann síðast verið í sambandi við ættingja sína hérlendis í byrjun síðasta mánaðar auk þess sem óskað var eftir aðstoðar ungverskra yfirvalda.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að talið sé að andlátið hafi ekki borið að með saknæmum hætti.