Nýjar sóttvarnatakmarkanir vegna Covid-19 taka gildi næstu daga og þar af tekur grímuskyldan gildi strax á miðnætti (6. nóv.). Skylt verður að bera grímu þar sem ekki er hægt að koma við 1 metra nálægðarreglu, t.d. í stórum verslunum og strætisvögnum. Á sitjandi viðburðum verður einnig grímuskylda.
Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 en voru 2.000. Þrátt fyrir þetta verður heimilt að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns með notkun á hraðbprófum. Gestum á slíkum viðburðum er skylt að bera grímu ef ekki er hægt að virða 1 metra nálægðarreglu. Þetta tekur gildi 10. nóvember.
Frá og með 10. nóvember verður opnunartími vínveitingahúsa styttur um tvær klukkustundir. Þarf að loka kl. 23 og rýma staðina fyrir miðnætti.
Sjá nánar á vef stjórnarráðs.