fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Reynir Bergmann sakaður um að hafa sviðsett samtölin – „Reynir að búa til falspóst til að sníkja meðaumkun“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. nóvember 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir hafa haldið því fram undanfarinn sólarhring að Reynir Bergmann hafi sett á svið samskipti við gamla vinkonu og blaðakonu til að sanna að skipulega sé reynt að fá konur til að stíga fram og saka hann um ofbeldi. Reynir þvertekur fyrir þessar ásakanir og telur að femínistar hafi misst sjónar á því sem skipti máli eftir. Hefur hann komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa séð á þriðja þúsund skjáskota úr lokuðum hópum og einkaspjöllum kvenna. 

Reynir Bergmann, eigandi Vefjunnar og áhrifavaldur, hélt því fram á Facebook fyrr í vikunni að skipulega væri reynt að fá konur sem hann hafi sængað hjá til að saka sig um kynferðisofbeldi. Deildi hann því til staðfestingar skjáskotum af samskiptum sem hann segir vera milli sín og gamallar vinkonu sem og skjáskotum  af samræðum sem umrædd vinkona á að hafa átt við ónefnda blaðakonu.

Málið hefur verið nokkuð til umræðu á samfélagsmiðlum og þar er því haldið fram að vísbendingar séu í skjáskotunum sem Reynir deildi um að hann hafi í reynd sett þau á svið.

Vísbendingarnar sem nefndar hafa verið eru meðal annars að allir aðilar, Reynir sjálfur, blaðakonan og gamla vinkonan, geri öll bil á undan spurningarmerki, vinkonan og Reynir skrifi bæði „segja“ sem „seigja“ og skrifi „eitthvertíman“ í staðinn fyrir einhvern tímann, svo dæmi séu tekin.

Eins sé óvenjulegt að tala um kynferðisofbeldi sem „alvarlega nauðgun“ og svo þótti mörgum grunsamlegt að blaðakonan tali um „kynfærislegt“ ofbeldi í staðinn fyrir að segja „kynferðisofbeldi“ en því er haldið fram að Reynir sjálfur hafi stundum notað einmitt þetta orð, „kynfærislegt“.

Inni í Facebook-hópi Fjölmiðlanörda var spurt hvort það væri ekki óboðlegt að blaðakona gengi fram með þeim hætti og skjáskot Reynis sýni fram á. Margir halda því þar fram í athugasemdum að samskiptin séu sviðsett.

„Er alveg vitað að þetta sé blaðakona en ekki bara tilbúningur,“ spyr einn.

Annar veltir því fyrir sér hvort um tilbúið leikrit sé að ræða: „Ég vona að það séu engar blaðakonur svona illa að máli farnar. Velti því fyrir mér hvort þetta sé tilbúið leikrit, en ætla ekki að halda neinu fram. Svo notar þessi „meinta blaðakona“ líka orðið „kynfærislegt“ sem er einmitt orðavilla sem ákveðinn aðili hefur sjálfur áður notað um „kynferðislegt“.“

Enn annar rekur nokkrar málvillur sem komi fyrir í samskiptunum, sem veki spurningar: „„Sæll Gunna“, „Seigir“, „Kynfærislegt“. Smá humblebrag um threesome. Bæði hann og „Gunna“ skrifa „eitthvertíman“. Ekki að segja að Reynir hafi skrifað þetta sjálfur, en það lítur alveg smá út eins og Reynir hafi skrifað þetta sjálfur“

Reynir þvertekur fyrir ásakanir um sviðsetningu

Reynir sjálfur þvertekur fyrir að hafa falsað samskiptin í samtali við DV.

„Ég hef hvorki gáfur né tíma til að dunda mér við svona föndur,“ segir Reynir. Hann telur að barátta aktívista í dag sé hægt og rólega að snúast upp í andhverfu sína.  „Því miður, eins og þetta er þörf umræða í þjóðfélaginu þá er hún framkvæmd svo vitlaust og aftökurnar eru skelfilegar.“

Reynir segist vera með á þriðja þúsund skjáskota undir höndum sem hann hafi fengið send frá konu sem hafi misboðið framferði femínskra aktívista undanfarið. Skáskotin komi úr lokuðum hópum á Facebook og Messenger-spjöllum.

„Þetta er komið núna i nokkur þúsund skjáskot af svakalegu stöffi sem myndi kála þessum hóp algjörlega sem og einstaklingum ef ég myndi birta nöfn þeirra og aðgerðarplön.“

Hann hafi þó ekki viljað birta þessi skjáskot þar sem hann kæri sig ekki um að ráðist verði að nafngreindum konum sem margar hverjar eigi börn og fjölskyldur og hafi barist fyrir góðum málstað. Hann telur þó að baráttan í dag sé hætt að snúast um þolendur og það þykir honum miður.

„Ef þær finna einhvern sem hefur lent í þjóðþekktum manni, má vera eldgamalt, bara finna eitthvað, eins og þær orða það, og þá leggja þær ekki þungann í að leiða stelpugreyið á réttan stað og hugga heldur þakka henni pent og negla gerandann niður, hvort sem hann hafi gert eitthvað eða ekki. Það er svo röng aðferðafræði. Enginn hlustar á fólk þegar öskrin, hatrið og reiðin er svona mikil. Það þurfa allir að taka spjallið og laga landið. Það gerist alls ekki svona. Ég held með sumum þeirra svo ég ætla mér ekki að birta þessar færslur með nöfnum.“

Reynir biður baráttukonur og aktívista að fara varlega og gæta sín hvað þær segi því orðum þeirra sé lekið út úr þeirra innsta hring.

Vinsælt orðagrín

Orðalagið í skjáskotunum sem Reynir deildi, hvort sem samskiptin eru fölsuð líkt og fjölmargir hafa haldið fram og rökstutt, eða ekki líkt og Reynir segir, hefur í dag verið haft að háði og gamni af  íslenska Twitter-samfélaginu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að kennarar verði að fá valdið til baka – Ljótt orðbragð og vaxandi ofbeldi nemenda

Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að kennarar verði að fá valdið til baka – Ljótt orðbragð og vaxandi ofbeldi nemenda
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi
Fréttir
Í gær

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Í gær

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“