fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Refsingin yfir stjörnunuddaranum Jóhannesi Tryggva þyngd

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 14:45

Jóhannes Tryggvi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Refsing yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni var í dag þyngd af Landsrétti um eitt ár. Um er að ræða dóm fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en Jóhannes þarf nú að afplána 6 ára fangelsisdóm fyrir brotin.

Eins og DV greindi frá í byrjun árs var Jóhannes Tryggvi dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness  fyrir að nauða fjórum konum. Nauðganirnar áttu sér allar stað á nuddbekk Jóhannesar, en hann rak meðferðarfyrirtækið Postura og sagðist sérhæfa sig í meðferð við ýmsum stoðkerfakvillum. Meðferðin fór meðal annars fram í gegnum leggöng og endaþarm kvennanna. Jóhannes Tryggvi neitaði sök í málunum en framburður kvennannna var metinn trúverðugur.

Á fimmta tug kvenna gáfu sig árið 2017 og 2018 fram við Sigrúnu Jóhannsdóttur lögmann. Rúmlega 20 konur kærðu en að endingu var aðeins ákært í málum fjögurra kvenna.

Fimmta nauðgunarákæran gegn Jóhannesi er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Þar gerði brotaþoli í málinu ekki kröfu um að þinghaldi yrði lokað og verður því réttað yfir Jóhannesi fyrir opnum tjöldum. Er það fyrsta opna kynferðisbrotamál fyrir íslenskum dómstólum í hið minnsta áratugi.

Sjá einnig: Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi