48% þjóðarinnar segist hafa saknað einskis þeirra miðla sem lágu niðri í stóru Facebook biluninni sem skók heiminn í október. Lágu þá Facebook, Messenger og Instagram niðri í um sex klukkustundir.
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúls Gallup.
Þá segjast aðeins 2% aðspurðra bilunina hafa haft gífurlega mikil eða mjög mikil áhrif. 9% segja hana haft frekar mikil áhrif. 35% sögðu engin áhrif.
Lítillegur munur var á niðurstöðum eftir kynjum, en karlar voru almennt minna að kippa sér upp við það að samfélagsmiðlarnir þrír lágu niðri. Þá virðist áhrifin sem bilunin hafði á líf fólks minnka eftir því sem eldri aldurshópar eru spurðir. Einnig var mælanlegur munur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, en fleiri utan höfuðborgarinnar sögðu áhrifin hafa verið lítil.
Lítill munur var á milli svara einstaklinga eftir stjórnmálaskoðunum, nema þá þegar kom að Miðflokknum. en aðeins 1% kjósenda þeirra sögðust hafa látið Facebook bilunina hafa mikil áhrif á sig. 93% sögðu lítil áhrif.