fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Halldór Kristmanns selur Sunnuflatarhöllina – „2007 martröðin“ reyndist dúndur fjárfesting

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. nóvember 2021 14:00

mynd/fasteignaljósmyndun samsett/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalan Remax auglýsti í dag 932 fermetra einbýlishús við Sunnuflöt í Garðabæ til sölu. Húsið er eitt stærsta einbýlishús landsins og stendur við eina eftirsóknarverðustu götu Garðabæjar.

Litlar upplýsingar fylgja með auglýsingunni, og raunar aðeins tvær myndir. Ein að utan, sem birt er hér að ofan, og ein yfirlitsmynd sem sjá má inni í auglýsingunni. Sést þar stærð hússins vel í samanburði við önnur reisuleg einbýlishús við götuna.

Þá kemur jafnframt fram að brunabótamat hússins séu tæp 351 milljón og fasteignamat um 291 milljón. Ekkert er áhvílandi á eigninni.

Eigandi hússins er Halldór Kristmansson, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Alvogen. Frásagnir ónefnds uppljóstrara um vinnuandann og umhverfi innan lyfjafyrirtækisins ollu miklu fjaðrafoki fyrr á árinu, en síðar kom á daginn að uppljóstrarinn var Halldór. Greindi hann frá vinnustaðaeinelti og áreitni af hendi Róberts Wessman, eiganda lyfjarisans.

Húsið hefur jafnframt áður verið til umfjöllunar, en í kjölfar efnahagshrunsins 2008 gekk húsið undir viðurnefninu „2007 martröðin.“ Athafnakonan Íris Björk Jónsdóttir hafði keypt hús sem áður stóð á lóðinni árið 2006 fyrir 50 milljónir og látið rífa það. Síðar seldi hún húsið auk teikninga að nýju húsi á 70 milljónir.

Sá sem keypti húsið af Írisi lýsti því síðar í Séð og heyrt hvernig kaupin snérust upp í martröð þegar hrunið skall á og þau hjónin sæju fram á að missa húsið. Kaupandinn fór að lokum í þrot og Landsbankinn leysti til sín húsið. Húsið var þá óklárað og var sett á sölu árið 2012, þá á 93 milljónir. Síðar var það lækkað niður í 69 milljónir og svo í 60 milljónir. Hafði DV eftir sérfræðingi hjá Eignamiðlun árið 2012 að um 150 milljónir myndi kosta að klára byggingu hússins.

Halldór keypti svo húsið árið 2014 og kláraði það. Hafði Kjarninn eftir Halldóri að honum hafi boðist að kaupa húsið á mjög góðu verði, en að hann ætlaði að minnka það.

Engum þinglýstum gögnum eru til um hvað Halldór greiddi fyrir húsið, en miðað við ástand fasteignamarkaðarins í dag og fermetraverð á Sunnuflötinni, er ljóst að um arðbæra fjárfestingu hefur verið að ræða. „2007 martröðin,“ er hið minnsta orðið rangnefni.

Ekkert ásett verð er auglýst, en aðeins óskað eftir tilboðum.

Sjá má auglýsinguna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni