Venjulegir menn myndu gera sér grein fyrir því, að hvort leyfðir séu 22 heilir veiðidagar eða 22 hálfir veiðidagar, skiptir engu máli, því veiðimenn þurfi, hvort sem er, oft að nota morguninn til að komast á veiðistað, auk þess, sem tvö skot á pör eða lítinn hóp duga til að fylla veiðikvóta.

Sumir verða frægir að endemum, aðrir af hugleysi. Að verða frægur af hvort tveggja, er ekki gott eða gæfulegt.

Veiðitímabilið fór af stað 1. nóvember síðastliðinn. Veiða má föstudaga til þriðjudags, eftir hádegi, alla daga í nóvember. Samtals eru það 22 (hálfir) veiðidagar, eins og Ole bendir á.