Erlendur maður, búsettur hér á landi, varð fyrir því í gærkvöld, samkvæmt frásögn hans í íbúahópi, að vera dreginn út úr eigin bíl og rændur bílnum ásamt veski og farsíma.
Málið er í rannsókn lögreglu en atvikið átti sér stað fyrir utan Landsbankann í Mjódd. Segir maðurinn konu og mann hafa nálgast bíllinn og beðið hann um að hringja fyrir sig. Er hann skrúfaði niður rúðuna hafi þau sprautað úða í augu hans og dregið sig út úr bílnum.
Maðurinn hefur þegið boð DV um að auglýsa eftir bílnum en hann er á meðfylgjandi mynd. Bíllinn er af gerðinni Nissan Qashqai og skráningarnúmer er BAA20. Sá möguleiki er fyrir hendi að skipt hafi verið um skráningarnúmer en þeir sem kunna að hafa orðið varir við bílinn eru beðnir um að veita upplýsingar í síma 769 5935.