FlyOver Iceland tekur í dag til sýningar The Real Wild West, nýjustu mynd FlyOver Attractions.
Í myndinni er flogið yfir tökustaði í Nevada, Oregon, Washington, Montana, Kaliforníu, Arizona, Nýju Mexikó og Utah. Gríðarstór gljúfur, þotubíll og áhættuleikarar í flugbúningum koma við sögu.
„Markmið okkar er að færa Íslendingum nýja og spennandi afþreyingu á hverju ári. Viðbrögðin Íslendinga við Íslandsmyndinni okkar fóru fram úr okkar björtustu vonum og voru ómetanleg síðustu 18 mánuði. Í dag getum við fært smá gleði, hlýju og spenning í íslenska skammdegið,“ Eva Eiríksdóttir, markaðsstjóri FlyOver Iceland.
The Real Wild West var framleidd fyrir FlyOver Las Vegas sem opnaði í september á þessu ári. Sú sýningin er sú stærsta af FlyOver Attractions hingað til. Í gegnum samstarf FlyOver sýninganna er Íslandsmyndin sýnd í Las Vegas og The Real Wild West sýnd hér í Reykjavík.
Árlega koma um 42 milljón ferðamanna til Las Vegas og því er óhætt að segja að hér sé um stóra landkynningu að ræða.