fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Búningakaraokekvöldið sem lokaði Akranesi – „Þetta verður sniiild, óóóóoooo“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 15:08

Facebook-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Covid-veiran er andstyggileg, ekki síst þegar hún refsar okkur fyrir að skemmta okkur. Þannig hljóta margir að hugsa sem sóttu Búningakaraoke-kvöld Marinós og Tryggva sem haldið var laugardagskvöldið 30. október í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Mörg smit sem hafa komið upp á Akranesi undanfarið eru rakin til þessarar skemmtunar enda er líklega fátt meira smitandi en samkoma af þessu tagi þar sem góðglaðir gestir deila hljóðnema í ástríðufullum söng.

Samkvæmt frétt RÚV hafa 75 smit greinst á Akranesi undanfarna daga og verður allt skólahald í bænum fellt niður á morgun. Karaoke-kvöldið umrædda var haldið í Gamla kaupfélaginu og segir viðburðastjórinn á staðnum, Ísólfur Haraldsson, að það hafi verið mikið líf og fjör í bænum um síðustu helgi.

Aðstandendur karaoke-kvöldsins eru samkvæmt heimildum báðir í sóttkví en DV tókst ekki að ná sambandi við þá við vinnslu fréttarinnar.

Á Facebook-viðburðasíðu viðburðarins var lofað dýrlegri skemmtun, en þar segir:

Það er loksins komið að því! Karaoke kvöööld, óóóóooooo
Þetta verður sniiild, óóóóoooo 
Neeeinei við erum að föndra

Við Marinó og Tryggvi ætlum að henda í enn eitt Karaoke kvöldið en nú með breyttu og skemmtilegu sniði.
Þar sem að þetta verður 30. Október og á halloween helginni þá höfum við ákveðið að hafa búninga/halloween þema!
Það er auðvitað ekki skylda en það er lang skemmtilegast ef flestir mæta í búning

Drykkirnir okkar verða á tilboði út kvöldið eins og alltaf og þeir hljóma svona:
Marinó Special – tvöfaldur passoa í lemon breezer
Tryggvi Special – tvöfaldur beefeater strawberry í lemon tonic

Húsið mun opna kl 20:30
Dagskráin byrjar um 21
Happy hour frá 20:30-21:30
Og við pjakkarnir verðum eins lengi og Valdi leyfir

Hlökkum til að sjá ykkur og vonandi flesta í geggjuðum búningum því það er ekkert eðlilega gaman að djamma i búningum!
Smekkfyllum pleisið og höfum gaman saman

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Smári birti hugleiðingu um Vigdísi og Hannes Hólmsteinn varð ekki hrifinn – „Takk fyrir að staðfesta það sem ég var að skrifa“

Gunnar Smári birti hugleiðingu um Vigdísi og Hannes Hólmsteinn varð ekki hrifinn – „Takk fyrir að staðfesta það sem ég var að skrifa“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því