Þórir Sæmundsson leikari segir Kveiks-þáttinn á RÚV í gærkvöld hafa verið „erfiðasta atvinnuviðtalið“ í örstuttri Facebook-færslu sem hann birti í dag, sem er nákvæmlega svona: „erfiðasta atvinnuviðtalið“
Viðtal Kveiks við Þóri, sem rekinn var frá Þjóðleikhúsinu árið 2017 vegna ósæmilegra myndasendinga á Snapchat og hefur síðan þá ekki fengið vinnu vegna þess að mál hans komust í fjölmiðla, hefur klofið netheima niður í tvær fylkingar, þar sem sumir fagna þættinum en aðrir gagnrýna framtakið harðlega og lýsa þættinum sem „drottningarviðtali við geranda“.
Í viðtalinu skoraði Þórir á atvinnurekendur að ráða sig í vinnu og í þessari stuttu Facebook-færslu virðist hann ekki fara leynt með að tilgangur hans með því að stíga fram hafi meðal annars verið að rjúfa langvarandi atvinnuleysi.