fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Sólveig Anna lætur starfsfólk á skrifstofu Eflingar heyra það – Segist aldrei hafa fengið vinnufriðinn sem hún átti rétt á

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 10:59

Sólveig Anna Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segir að starfsfólk á skrifstofu verkalýðsfélagsins hafi aldrei viðurkennt að hún hefði umboð frá félagsfólki eftir kosningarnar sem Sólveig og félagar hennar unnu með yfirburðum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hún að starfsfólk skrifstofunnar hafi unnið gegn henni í kosningunum og að sama starfsfólk sé lokað inn í skrifstofuvirki, aftengt efnahagslegum veruleika þeirra sem greiða félagsgjöldin.

„Það var aldrei viðurkennt að ég hefði umboð frá félagsfólki eftir kosningar sem ég og félagar mínir unnum með algjörum yfirburðum (þrátt fyrir að skrifstofa félagsins gerði allt til að koma í veg fyrir það , m.a. með því að starfsfólk skrifstofunnar sagði við þau sem komin voru til að kjósa að ég væri „klikkuð kerling“ og „snarbiluð“) til að umbreyta þeirri hörmulegu þjónustu sem félagsfólki var boðið uppá (t.d. aldrei nokkur tilraun gerð til að koma til móts við allt aðflutta verkafólkið, sem þó eru helmingur félagsfólks) og koma henni í mannsæmandi horf,“ skrifar Sólveig Anna.

Hún segir að sökum þess að það fékkst ekki viðurkennt að staða verka og láglaunfólks væri mjög slæm og ólíðandi, var ekki skilningur á því að hún þyrfti einhverskonar vinnufrið.

„Verkefni mitt var einfaldlega ekki tekið alvarlega. Mig langar að nefna hér eitt agnarlítið dæmi um það furðulega og á endanum óbærilega viðmót sem ég þurfti að búa við: Einn af þeim „glæpum“ sem ég framdi á skrifstofunni var sá að þegar brjálað var að gera hjá mér og ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum til að sinna öllu, borðaði ég hádegismat inn á skrifstofu minni svo að sá tími nýttist einnig til vinnu. Þegar ég frétti af því að þetta væri illa séð og tekið sem enn ein sönnun á því hver ömurleg ég væri brást ég strax við og reyndi að fremja þennan glæp aldrei aftur. Þetta er aðeins eitt dæmi um það skilningsleysi og virðingarleysi sem ég mætti,“ skrifar Sólveig.

Að hennar sögn var hún að biðja um slíkan vinnufrið frá starfsfólkinu þegar hún ávarpaði hópinn síðasta föstudagsmorgun.

„Vinnufriðinn sem aldrei hefur fengist viðurkennt að ég þyrfti og ætti rétt á. Frið til að geta haldið áfram baráttu og starfi mínu með ómissandi láglaunakonum í umönnunarstörfum. Frið til að berjast fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri ekki notuð til að fokka enn meira með verkafólk hjá hinu opinbera (síðustu fregnir herma að nú eigi að fara í að „endurskoða“ styttingu með það fyrir augum að hafa hana af fólkinu sökum þess að hún er svo kostnaðarsöm). Frið til að halda áfram að berjast fyrir því að launaþjófnaður verði upprættur. Frið til að standa með og berjast við hlið trúnaðarmanns Eflingarfélaga á Reykjavíkurflugvelli í hennar stóru og mikilvægu baráttu fyrir því að grundvallarréttindi vinnuaflsins séu virt. Frið til að undirbúa það sem í vændum er, kjarasamningsviðræður á almenna vinnumarkaðnum, en auðvaldsöflin eru þegar farin að segja hátt og skýrt hvar og hvenær sem er að engar hækkanir skuli koma til vinnuaflsins, sökum þess að það sé þegar svo stríðalið,“ skrifar Sólveig.

Eins og komið hefur ítrekað fram í fjölmiðlum sagði Sólveig Anna af sér formennsku í verkalýðsfélaginu í kjölfar fundarins.

„Til að geta undirbúið og leitt stéttabaráttu verka og láglaunafólks í Eflingu, til að geta gert það sem ég var kjörin til að gera, þurfti ég vinnufrið á vinnustað mínum. Ég bað starfsfólk í fullri einlægni um að veita mér hann. Þeirri beiðni var afdráttarlaust hafnað; herferðin inná vinnustaðnum, byggð á ofstæki og andúð í minn garð, skyldi halda áfram, með engan endi í sjónmáli. Því fór sem fór,“ segir verkalýðsleiðtoginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári