fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Sjúkraliðar skora á formenn stjórnarflokka að leysa neyðarástand á bráðamóttöku LSH

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkraliðafélag Íslands hefur sent frá sér áskorun til formanna stjórnarflokkanna að taka á málefnum bráðamóttökunnar. Í áskorunni segir að allir Íslendingar njóti góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans en að sama skapi bitnar það á öllum Íslendingum þegar neyðarástand ríkir á bráðamóttökunni.

Í gær birtu tugir sjúkraliða sem starfa á bráðamóttöku Landspítalans opið ákall til stjórnvalda. Þar var lýst starfsumhverfi sem enginn starfsmaður á að þurfa að starfa í. Þegar öryggi sjúklinga og velferð þeirra er stefnt í hættu skulu stjórnvöld hlusta. Sjúkraliðar, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk er sammála um að ástandið er óboðlegt.

Skora því sjúkraliðar á formenn stjórnarflokkanna að taka á málefnum bráðamóttökunnar í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem standa yfir.

Almenningur á Íslandi vill það og allir stjórnmálaflokkar landsins hafa talað fyrir slíkum aðgerðum. Fyrst og fremst vantar meira fjármagn til að tryggja nauðsynlega mönnun og rétt flæði innan spítalans til framtíðar.  Þegar sjúklingar fá ekki þá faglegu þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum er rík ástæða til að bregðast við, annars verður sjúklingum áfram stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans því þar ríkir neyðarástand. Nú er nóg komið!,“ segir í yfirlýsingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári