fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Reynir Bergmann segir að reynt sé að fá gamlar vinkonur hans til að saka hann um ofbeldi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Bergmann, eigandi Vefjunnar, fullyrðir að skipulega sé reynt að fá konur sem hann hefur sofið með á lífsleiðinni til að saka sig um ofbeldi. Í opinni færslu um þetta á Facebook segir hann:

„Eitt málið gekk svo rosalega langt að það var verið að reyna að fá konu sem ég svaf hjá nokkrum sinnum til að koma fram í podcast þætti sem var klárlega settur upp til að taka mig af lífi (vegna orða sem ég sagði óhugsað fyrir nokkrum mánuðum og baðst strax afsökunar á) með sameiginlega átaki nokkra aðila og blaðamanns.

Og átti hún að seigja að ég hafi nauðgað sér og ef ég hefði verið henni reiður áttu menn að stúta mér(hún átti að fá fullt backup) það var þjarmað svo að henni að hún hringdi í mig hágrátandi og sagðist næstum hafa trúað þessu upp á mig því mind fokkið og sannfæringarkrafturinn var svo rosalegur.“

Reynir segist eiga skjáskot af spjalli sem styðji þessar ásakanir en hann birtir síðan tvö samtöl, annars vegar samtal milli hans og vinkonu hans/fyrrverandi hjásvæfu, þar sem hún segir honum frá þessu, og hins vegar spjall þessarar konu við aðra konu sem nálgast hana og spyr hvort Reynir hafi farið yfir mörk hennar. Vinkonan Reynis neitar þessu. Konan sem nálgast hana segir meðal annars:

„Þekkir þú Reynir Bergmann mér var bent á að þið hefðuð sofið saman mér kemur það svo sem ekkert við en langaði bara að forvitnast aðeins vonandi er ég ekki að opna á göml sár.“

Vinkonan segir engin gömul sár vera en hún hafi sofið með honum og vinkonu sinni fyrir um 15 árum.

Konan segir þá:

„Ókey mér langaði bara að spyrja þig var það með þínu samþykki? Fór hann yfir einhver mörk þegar þessi atburðarás átti sér stað ég tek það fram ég er bara að hugsa um þinn hag og þína líðan bara sent í kærleika.“

Konan segir einnig að henni hafi verið bent á þessi kynni Reynis og vinkonunnar inni í lokaðri Facebook-grúppu.

Reynir segir einnig um þetta:

„Þessi stelpa er btw ennþá rosalega góð vinkona mín og stóð ég þétt við bakið á henni þegar hún lenti í alvarlegri nauðgun sem hún kærði árið 2004. Og næstum því var þessi stelpa bara kominn fram í podcasti og ásaka mig um það sama vegna þrístings og heilaþvotts.

Þetta verður að fara að stoppa og við þurfum öll að fara að vinna saman að betra Íslandi áður en eitthver lætur lífið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári