Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á mikið magn af þýfi um helgina. Var maður handtekinn sem grunaður er um að hafa stolið miklu í innbrotum í nýbyggingar í Sunnusmára í Kópavogi í síðustu viku. Um er að ræða verkfæri, vaska, krana, sturtusett og fleira.
Í dag birti lögreglan myndir af þýfinu á Facebook-síðu sinni og óskar eftir því að mögulegir eigendur gefi sig fram. Í tilkynningunni segir:
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda hlutanna á meðfylgjandi myndum, en hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við lögregluna í síma 444 1000 á skrifstofutíma. Einnig er hægt að senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is
Tekið skal fram að afhending muna fer fram gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi.“
Sjá nánar með því að smella á tengilinn hér að neðan: