fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Skiptar skoðanir um viðtalið við Þóri – „Það er búið að eyðileggja líf þessa manns“ – „Maður sem hefur ekkert iðrast“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 23:24

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Þórir Sæmundsson steig fram í þættinum Kveikur á RÚV í kvöld . Í þættinum opnaði Þórir sig um það þegar hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna ósæmilegra mynda sem hann sendi. Í kjölfarið steig hann fram í viðtali við DV og gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi málið. Sú ákvörðun virðist hafa dregið dilk á eftir sér því Þórir hefur síðan ekki getað fengið fasta vinnu í þau fjögur ár sem liðin eru frá brottrekstri hans úr leikhúsinu. Í þættinum er velt upp þeirri spurningu um hvenær menn sem brjóta af sér eiga afturkvæmt í samfélagið.

Lesa meira: Leikarinn Þórir Sæmundsson stígur fram í Kveik – Ennþá útskúfaður og atvinnulaus fjórum árum eftir að hafa sent ósæmilegar myndir

Ljóst er að þátturinn hefur vakið mikla athygli því mikil umræða hefur skapast eftir sýningu viðtalsins. Þannig loga athugasemdakerfi fjölmiðla og á Facebook má finna fjölmargar yfirlýsingar leikaranum til stuðnings. Þar má sjá að mörgum fannst  viðtalið vera erfitt áhorfs og að þarna hafi verið opnað á umræðu sem sé afar þörf.

„Ég er bara orðlaus yfir þessu. Það er búið að eyðileggja líf þessa manns, það er ekkert sannað í þessu og að hann missi vinnuna útaf því hvað sagt er án sannanna er úti hött og að hann fái ekki vinnu síðustu 4 ár er óskiljanlegt. Allir eiga rétt á að bæta sig og sanna en hann hefur ekki einu sinni fengið tækifæri á því. Vonandi fær hann vinnu og fólk sem skemmir mannorð annara skammist sín,“ segir til að mynda í einni athugasemd um þáttinn á Facebook.

„Er íslenska þjóðin vægðarlaus, hefur þetta heilaga fólk sem neitar að ráða hann í vinnu aldrei gert nein mistök á lífsleiðinni, sá kasti fyrsta steininum sem syndlaus,“ segir athafnakonan Margrét Friðriksdóttir  í færslu sem margir líka við.

„Hvað var verið að reyna að segja?“

Á Twitter er sagan þó önnur, þar eru flestir að hneykslast á því að Þórir hafi verið fenginn í þetta viðtal og hann gagnrýndur fyrir að frásögn sína. Þá fordæma margir RÚV og Kveik fyrir þáttagerðina. Hrafn Jónsson, kvikmyndagagnrýnandi og pistlahöfundur, er á meðal þeirra sem gagnrýna RÚV en hann segir þáttinn hafa verið skrýtinn og veltir fyrir sér hvort þátturinn hafi hjálpað til til að við að upplýsa fólk.

Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem fólk hefur að segja um þáttinn á Twitter:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“