fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan fær að gramsa í Samsung síma meints eltihrellis á Suðurnesjum – „Síðasti aðili sem sveik mig svona, ég kveikti í bílnum hans“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 13:00

mynd/samsett Getty/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að heimila lögreglu að leita í og skoða rafrænt innihald Samsung farsíma í eigu sakbornings í rannsókn lögreglu. Snýr rannsóknin meðal annars að brotum á ákvæðum laga um líkamsárás, umsáturseinelti og hótunarbrot.

Segir í úrskurðinum að lögreglunni hafi 23. október síðastliðinn borist tilkynning um að maður væri að ógna ökumanni vörubifreiðar. Ökumaðurinn sagðist ekki þora út úr bifreiðinni þar sem maðurinn hefði áður haft í hótunum við sig og sagt sig hafa verið að reyna við fyrrverandi kærustu sína.

Kvaðst vörubílstjórinn jafnframt hafa fengið frá hinum meinta eltihrelli „fullt af skilaboðum, raddskilaboðum, Facebook skilaboðum og fleira með hótunum en kærði hefði talað um að drepa hann, hótað honum líkamsmeiðingum og fleira […].“ Svo fór að viðtakandi hótananna þurfti að lokum að loka á manninn á samfélagsmiðlum.

Meðal hótananna sem bárust voru: „síðasti aðili sem að sveik mig svona, ég kveikti í bílnum hans.“

Þá snýr rannsókn lögreglu einnig að ofbeldisbrotum, en eltihrellirinn meinti er sagður hafa stokkið upp á vörubifreið mannsins og teygt sig inn um rúðuna og veitt brotaþola sínum samtals 7-8 högg.

Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn hafi áður hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot, síðast í mars er hann játaði brot gegn barnsmóður sinni og börnum þeirra, auk brota á barnaverndarlögum. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa kveikt í bifreið, en það má sé nú í áfrýjunarferli fyrir Landsrétti.

Fulltrúi lögreglu hélt því fram fyrir dómi að lögreglan teldi rökstuddan grun til að ætla að farsími mannsins, umræddur Samsung sími, hafi að geyma samskipti, myndir og fleira sem skipt geti mál fyrir rannsókn og úrlausn málsins fyrir dómi.

Dómarar í bæði Héraðsdómi Reykjaness og Landsrétti tóku undir þetta mat lögreglu, enda var, sem fyrr segir, lögreglu veitt heimild til þess að opna farsíma mannsins og skoða innihald hans.

Úrskurðinn má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi