fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Konur biðja um að komast á ofbeldiskvennalista Sigurðar G – „Og mér! Gleymdir mér“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 14:00

Sigurður G. Guðjónsson, Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Má bara nafngreina þolendur en ekki þá sem þolendur hafa slæma reynslu af?“ spyr kona ein undir Facebook-grein Sigurðar G Guðjónssonar lögmanns sem vakið hefur mikla athygli í dag. Þar nafngreinir Sigurður 50 konur sem hann sakar um kerfisbundið mannorðsníð, tilraunir til atvinnusviptinar og brot á friðhelgi einkalífs gagnvart nafngreindum mönnum.

Sjá einnig: „Hverjum verður slátrað næst?“ – Sigurður G sakar nafngreindar konur um ofbeldi

„Með skipulögðum hætti er komið á framfæri fullyrðingum um að nafngreindir karlmenn séu ofbeldismenn og nauðgarar, þó ekkert liggi þar að baki, engin kæra, enginn dómur, ekkert. Hvíslið á netinu á að duga til að slaufa þeim, útskúfa og koma í veg fyrir að þeir hafi í sig og á,“ segir Sigurður og rekur nokkur dæmi. Hann tiltekur meðal annars andóf gegn starfsemi Reynis Bergmanns, sem rekur skyndibitastaðinn Vefjuna, og segir:

„Þannig hefur nú um nokkra hríð markmiðið verið að ganga frá litlu fyrirtæki manns sem kallaður er nauðgari og ofbeldismaður. Gefum Sölku Sigmars orðið í þeirri baráttu ,,Getum við látið vefjuna fara á hausin plís”. Undir þetta er tekið af öðrum og bætt um betur og eitt meintra fórnarlamba látið koma fram hjá Eddu Falak til að draga upp sem dekksta mynd.

Engu skiptir fyrir umræðuna þó fórnarlömb ofstækiskvenna þessara hafi verið sýknuð af öllum sökum.“

„Við erum svo miklu, miklu fleiri“

„Ekki gleyma mér, ég er líka komin með nóg af ofbeldi, bæta mér við, takk fyrir!“ skrifar ein kona sem segist eiga heima á lista Sigurðar G og önnur segir: „Þessi nafnaupptalning er óttalega aumingjaleg, þú bara hlýtur að geta gert betur, við erum svo miklu, miklu, miklu fleiri. Knús.“

Önnur kona sem er á listanum segist stolt yfir því að vera á lista yfir konur sem berjast með kjafti og klóm gegn ofbeldismönnum og nauðgunarmenningu.

Meðal margra kvenna sem stíga þarna fram er Halldóra Jónasdóttir sem ritar pistil undir færslu Sigurðar þar sem hún spyr hvort þolendur megi ekki tala saman, leita huggunar hver hjá annarri og vara við körlum sem brjóta á konum:

„Þú gleymdir að nefna mig, Sigurður, mátt endilega bæta mér við og tagga, yrði stolt meðal þessa kvenskörunga.

Hversu lágt ætlarðu að leggjast?

Þolendur mega sem sagt ekki tala saman?

Mega ekki leita huggunar hjá hver annarri?

Mega ekki vara hver aðra við köllum sem brjóta á konum?

Mega ekki þrýsta á breytingar sem minnka hættuna fyrir okkur og auka líkurnar á réttlæti?

Ég er ekki hrædd við þig, ekki minnstu vitund.

Mér finnst framganga þín undanfarið benda til þess að þú hafir eitthvað að vernda og fela, þú reynir ca. ALLT til að þagga þolendur.

Nafngreinir fjölda þolenda/AktívisDíva til að reyna að hræða og þagga, er það þér í hag að kallar fái sem frjálslegast að níðast áfram á konum?

Verði þér að “góðu”, ég ætla að vernda þolendur og standa með þeim, við verðum ekki þaggaðar aftur.

Hættið. Að. Nauðga. Okkur!

Hættið. Að. Beita. Okkur. Kynferðislegu. Ofbeldi. Og. Áreitni.

Hættið. Bara. Almennt. Að. Níðast. Á. Okkur.

Stopp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum