fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Jón Baldvin kemur fram með samsæriskenningar og vitnar í látinn mann: „Óheilindi, óheiðarleiki, tvöfeldni – ótrúlegt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 11:37

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, skrifaði ítarlegan pistil á Vísir.is í gær um hið svokallaða „rassastrokumál“ og í dag birtist þar annar pistill um sama mál, óralangur, með yfirskriftinni: Hatursorðræðan.

Sem kunnugt er hefur honum verið gert að sök að hafa kynferðislega áreitt Carmen Jóhannsdóttur á Spáni í júní 2018 og lauk nýlega aðalmeðferð málsins sem héraðssaksóknari höfðaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Sjá einnig: „Jón Baldvin stendur þarna, kallar og æpir, og segir að ef við förum við með þetta í fjölmiðla þá lögsæki hann okkur“

Greinin virðist eiga að vera eins konar málsvörn Jóns Baldvins, líkt og sú sem birtist í gær. Hann segir málið allt hafa verið þaulskipulagt frá byrjun af hálfu Carmenar og móður hennar sem voru gestir hjá honum og Bryndísi Schram, eiginkonu hans, á heimili þeirra á Spáni um árið.

„Ég leiði svo hjá mér að ræða það, hvernig þessi sviðsetti skrípaleikur er notaður til þess að ómerkja pólitíska arfleifð mína og okkar íslenskra jafnaðarmanna. Staðreyndirnar tala sínu máli um það. En það er efni í aðra grein síðar,“ skrifar hann og virðist því ætla að skrifa enn eina greinina.

Í grein dagsins rifjar hann upp ásakanir dóttur sinnar, Aldísar Schram, á hendur honum og vill meina að þær séu hluti af allsherjar samsæri. Aldís og fleiri konur hafi síðan safnað saman frásögnum af áreitni af hálfu Jóns Baldvins og sett á sérstaka vefsíðu. Ástæðuna fyrir því að Carmen lagði fram kæru vill hann meina að tengist þessum hópi frekar en að hann hafi brotið á Carmen með nokkrum hætti.

„Þegar lögmaður minn átti erindi við forsvarsmann grúppunnar, sem heldur utan um fésbókarsíðuna, sem kennd er við MeToo og samanstendur aðallega af óhróðri Aldísar um föður sinn, ásamt vitnisburði vinkvenna hennar, var honum sagt, að talsmaður mundi gefa sig fram við hann. Við það var staðið. Og hver var talsmaðurinn? Carmen Jósefa Jóhannsdóttir. Þar með gengur dæmið upp.

Þar með staðfesti hún sjálf, að hún hafði farið með ósannindi í fjölmiðlum, þegar hún sagðist engin tengsl hafa við Aldísi Schram. Talsmaðurinn getur ekki gegnt hlutverki sínu án þess að vera í talsambandi við þann sem verið er að styðja. . Samband hennar við Aldísi og grúppuna í kringum hana er því óvéfengjanlegt, samkvæmt hennar eigin vitnisburði.

Við höfum það eftir áreiðanlegum heimildum, að á seinni hluta árs 2018 voru Aldís og grúppan á fullu við að safna „ljótum sögum“ um Jón Baldvin. Ástæðurnar voru m.a. þær, að öllum lögreglukærum hafði verið vísað frá. Engin treysti sér til að standa við stóru orðin í réttarsal. Og það var farið að slá í flestar sögurnar, sem voru sumar meira en hálfrar aldar gamlar.

Þess vegna var aðkallandi að vekja upp nýtt mál, sem nota mætti til málshöfðunar í framhaldi af fyrirhugaðri fjölmiðlaherferð. Ef eitthvað skýrir hamskipti Laufeyjar og undirferli Carmenar, þá er það þetta, sem hér hefur verið rakið.“

Sjá einnig: Bryndísi Schram var mikið niðri fyrir:„Þá hefði það verið í fyrsta skipti sem maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að snerta rassinn á ókunnugri konu“

Þá setur Jón Baldvin fram nokkrar spurningar, eins og í spennusögu, til að gera frásögn Carmenar og Laufeyjar móður hennar tortryggilega:

#„Hvað ert þú að gera hér?“ spurði Laufey Hugrúnu Auði með þjósti, þegar hún áttaði sig á því, að það yrði óhlutdrægur gestur við borðhaldið.

# Hvers vegna voru gestirnir, sem höfðu ætlað að gista yfir helgina, tilbúnir til brottfarar þegar í stað, fyrirvaralaust? Þær höfðu aldrei tekið upp úr töskunum.

# Hvers vegna var fyrsta verk Carmenar að hringja í fyrrverandi sambýlismann til þess að lýsa því, að hún þyrfti áfallahjálp, þótt hún hefði sýnt engin merki þess á vettvangi? Það er allt upp úr handbók Stígamóta, sem rennir frekari stoðum undir það, að allt var þetta með ráðum gert frá upphafi.

Hann vitnar síðan í ónafngreindan látinn mann til að reyna að gera þær enn ótrúverðugri.

„Óheilindi, óheiðarleiki, tvöfeldni – ótrúlegt. En fyrrverandi vinnuveitandi þeirra mæðgna, sem gaf sig fram undir nafni (en er nú látinn og verður því ekki nefndur hér) sagði: „Þetta er ekkert ótrúlegt, þegar þær eiga í hlut. Ég hef aldrei haft í minni þjónustu óheiðarlegri manneskjur en þessar tvær“.“

Greinina í heild sinni má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi