fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

„Hverjum verður slátrað næst?“ – Sigurður G sakar nafngreindar konur um ofbeldi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 10:10

Sigurður G. / Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar litið er yfir þá slóð sem baráttukonurnar skilja eftir sig á samfélagsmiðlum bæði í opnum og lokuðum hópum vekja aðferðir þeirra og atlögur gegn einstökum mönnum óhug,“ segir Sigurður G Guðjónsson lögmaður í nýjum pistli á Facebook-síðu þar sem hann nafngreinir hóp kvenna sem hafa verið virkar í umræðu á samfélagsmiðlum um ofbeldi gegn konum og sakar þær um ofstæki, brot á persónuvernd og skipulagðar aðfarir að mannorði manna án réttmæts tilefnis.

„Með skipulögðum hætti er komið á framfæri fullyrðingum um að nafngreindir karlmenn séu ofbeldismenn og nauðgarar, þó ekkert liggi þar að baki, engin kæra, enginn dómur, ekkert. Hvíslið á netinu á að duga til að slaufa þeim, útskúfa og koma í veg fyrir að þeir hafi í sig og á,“ segir Sigurður og rekur nokkur dæmi. Hann tiltekur meðal annars andóf gegn starfsemi Reynis Bergmanns, sem rekur skyndibitastaðinn Vefjuna, og segir:

„Þannig hefur nú um nokkra hríð markmiðið verið að ganga frá litlu fyrirtæki manns sem kallaður er nauðgari og ofbeldismaður. Gefum Sölku Sigmars orðið í þeirri baráttu ,,Getum við látið vefjuna fara á hausin plís”. Undir þetta er tekið af öðrum og bætt um betur og eitt meintra fórnarlamba látið koma fram hjá Eddu Falak til að draga upp sem dekksta mynd.

Engu skiptir fyrir umræðuna þó fórnarlömb ofstækiskvenna þessara hafi verið sýknuð af öllum sökum.“

Konurnar sem Sigurður tekur fyrir í pistli sínum eru meðal annars áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstýran Edda Falak og meðlimir aktvívistahópsins Öfgar.

Sigurður rekur andóf kvennanna gegn Agli Einarssyni, Gillzenegger, en amast hefur verið við að hann leiki í kvikmyndinni Leynilögga. Egill var tvisvar kærður fyrir nauðgun fyrir allmörgum árum en mál gegn honum voru felld niður eftir rannsókn lögreglu. Egill gerðist einnig sekur um mikla karlrembu í skrifum sínum á fyrsta áratug aldarinnar og gekkst raunar við því, baðst afsökunar á þeim skrifum. Sigurður heldur því fram að konurnar segi að það þurfi að vera á varðbergi gagnvart Gísla Marteini þar sem hann bauð Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur í sjónvarpsþátt sinn til að kynna myndina Leynilögga. Um þetta segir Sigurður:

„Ekki létti það brúnir Kristínar Elfu Guðnadóttur og Tönju Ísafjörð þegar Gísli Marteinn bauð Steinunni Ólínu í auglýsingaþátt sinn á RÚV til að kynna nýja bíómynd þar sem Egill Einarsson leikur. Þær taka saman tal um Gísla Martein sem fær þá einkum að vera súper viðkunnanlegur og kunni að segja það sem hentar og hann sé til í kaffispjall í desember.

Hann fær þá einkum að vera meira ,,woke” en flestir á hans reki. Rétt er þó talið að vera á varðbergi gagnvart Gísla Marteini þar sem hann spili sig einfaldari en hann er.

Hvort þessi orðræða Tönju og Kristínar Elfu um samskipti og væntanlegt kaffispjall með Gísla Marteini er rétt veit enginn. Getur þess vegna verið uppspuni eins flest sem kemur fram í orðræðu kvennanna á samfélagsmiðlum. Fjöðrin verður í hópum þeirra ekki að hænu heldur hænsabúi þar sem hávaðinn og fyrirferðin eru jafngild sannleikanum.“

Sigurður segir að sannleiksást og siðferði þessara kvenna sé á lágu plani og sakar þær um andlegt ofbeldi:

„Siðferði kvennanna og sannleiksást virðist á lágu plani; reyndar mjög lágu plani. Leyfi einhver sér að efast um róg og illmælgi þeirra skal gengið frá honum með níði, aðdróttunum og hreinum óþverraskap, sem sennilega má flokka sem andlegt ofbeldi.“

Sigurður rekur dæmi um hvernig konurnar hafi beitt sér gegn nafngreindu fólki og fyrirtækjum þess í netspjalli og segir þær vera seka um óþverraskap. Hann telur þær mögulega vera sekar um ólögmæta vinnslu persónuupplýsinga. Hann er mjög harðorður í garð kvennanna og segir þeim ekki treystandi til nokkurra góðra verka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð