fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Steinunn Ólína svarar fyrir umdeildu skrifin – „Ég samþykki ekki að núna sé kominn tími til að karlmenn þjáist svolítið vegna aldalangrar þjáningar kvenna“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. nóvember 2021 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, olli nokkru fjaðrafoki um helgina er hún birti pistil þar sem hún velti því fyrir sér hvort að í vissum tilvikum þar sem talið sé að um byrlun sé að ræða úti á skemmtanalífinu sé í reynd um að ræða afleiðingar þess að drekka áfengi ofan í geðlyf.

Í kjölfarið var hún sökuð um þolendaskömmun og furðuðu sig margir á þessi innslagi hennar í byrlunarumræðuna sem hefur verið áberandi undanfarnar vikur.

Sjá einnig: Steinunn Ólína sökuð um þolendaskömmun vegna umdeildra skrifa – „Það er „shame on you” lykt af þessu“

Steinunn hefur nú birt langan pistil á Facebook til að bregðast við gagnrýninni. Þar heldur hún því fram að svonefndir útskúfunarsinnar hafi tekið skrif hennar úr samhengi. Útskúfunarsinnar þessir séu á höttunum eftir völdum og eftir því að stýra því hvernig fólk hugsar og tjáir sig, en þau réttindi segist Steinunn ekki láta glatt af hendi.

„Augljóst er að skrif mín hafa vakið úlfúð og jafnvel sært einhverja að ósekju sem mér finnst sannarlega leitt. Sumir hafa lagt út af skrifum mínum á þann hátt að ég sé að leggja að jöfnu byrlanir og sjálfsbyrlanir, ekkert gæti verið fjær sanni. Aðrir þykjast vita að ég sé vantrúuð á að byrlanir eigi sér stað, það er líka rangtúlkun. Enn aðrir að ég sé að gera lítið úr þolendum kynferðisofbeldis og geri þá ábyrga fyrir ofbeldi sem þeir sæta, slíkt er af og frá.

Sumir telja orð mín markleysu og vilja úthýsa mér, en mér eins og flestum er nú ljóst að útskúfunarsinnar vilja enga siðbót. Útskúfunarsinnar vilja völd. Útskúfunarkúltúrinn er á engan hátt mann- eða siðbætandi. Hann er einfaldlega valdaránstilraun sem hefur það markmið eitt að stjórna því hvernig fólk hugsar og tjáir sig. Þau réttindi læt ég ekki svo glatt af hendi.“

Kannski var ég bara að hlífa sjálfri mér

Pistill Steinunnar er langur og ítarlegur. Meðal annars veltir hún upp þeirri spurningu hvort að byrlunarvandinn sé mögulega orðum aukin og hafi verið sprengdur upp af fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og eins hvort að í dag sé bannað að ræða um sjálfsábyrgð kvenna og hvort þær séu undanþegnar því að taka ábyrgð á lífi sínu og limum.

Hún hafi aðeins velt upp þeirri spurningu hvort að það væri mögulegt að í einhverjum tilvikum þar sem talið sé að um byrlun hafi verið að ræða – hafi í reynd verið um að ræða einstaklinga sem missa skyndilega tökin sökum samverkan áfengis og lyfja. Hún hafi í því skyni nefnt tiltekin dæmi úr eigið lífi sem kannski komi ekki heim og saman við eitrunaráhrif byrlana en hún eigi þó fleiri sögur sem passi við þau einkenni.

„Ég hefði til að skýra mál mitt betur geta tínt til aðrar sögur úr handraðanum úr eigin lífi sem koma fyllilega heim og saman við þau áhrif sem sagt er að t.d smjörsýra og rohypnol hafi. Kannski var ég bara að hlífa sjálfri mér. Ég er kannski bara ekki meiri bógur en þetta.“

Steinunn segir að áfengi sé hættulegasti vímugjafinn og sé fullt erindi til að vara ungt fólk við að umgangast áfengi af varúð.

Miðaldra kona sem skilur ekki neitt

Steinunn segir marga hrædda við að tjá sig um „útskúfunarkúltúrinn“ og það sé engum hollt að samþykkja með þögninni að ráðist sé að öðrum með offorsi og hún segist ekki samþykkja það að fólk liggi í valnum vegna áfellisdóma sem ekki séu sannreyndir.

„Ég samþykki ekki að það sé eðlilegur fórnarkostnaður byltinga að einhverjir liggi í valnum vegna áfellisdóma sem ekki er hirt um að kanna hvort standast. Ég samþykki ekki að núna sé kominn tími til að karlmenn þjáist svolítið vegna aldalangrar þjáningar kvenna. Ég vil ekki að neinn þjáist að ósekju.“

Steinunn segir að hún hafi verið vænd um gerendameðvirkni og skoðanir hennar sagðiar gamaldags.

„Skoðanir mínar þykja afturhaldssamar, meiðandi og gamaldags, ég er miðaldra kona sem skilur ekki neitt og hef enga reynslu sem mark er á takandi. Ég er vænd um viðhalda nauðgunarkúltúr og vera gerendasleikja.“

Telur Steinunn að heift margra í skrifum, þá væntanlega í tengslum við gagnrýnina sem fyrri pistill hennar hlaut, séu rannsóknarverð.

„Reiðin, heiftin og dómharkan sem kemur fram í skrifum margra er rannsóknarverð og lýsir djúpri vanlíðan og sársauka. Ég finn til með því fólki. Ég hef dálitla reynslu af því hversu sjálfsmeiðandi það er að bregðast við af heift. Heiftin og offorsið færir manni því miður enga sátt, enga friðþægingu og kemur engu áleiðis, þvert á móti, ávinningurinn er enginn og maður lítilsvirðir mest það sem maður ætti að annast best. Sjálfan sig. Þetta er því miður líka lögmál.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi